Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 01. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Modric bætti met Puskás
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er nú elsti leikmaðurinn til að spila með Real Madrid í Meistaradeildinni (áður Evrópukeppni meistaraliða) en hann kom við sögu í 2-2 jafntefli liðsins gegn Bayern München í gær.

Modric, sem er 38 ára gamall, kom inn af bekknum þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Til að hafa þetta nákvæmt þá var Modric 38 ára og 234 daga gamall þegar hann steig inn á völlinn en hann er nú elsti leikmaður Real Madrid til að spila í Meistaradeildinni og Evrópukeppni meistaraliða.

Ungverjinn Ferenc Puskás var nokkrum dögum yngri er hann hjálpaði Real Madrid að komast í úrslit Evrópukeppni meistaraliða árið 1966. Puskás skoraði fimm mörk í tveimur leikjum gegn Feyenoord í keppninni en kom ekkert við sögu í úrslitaleiknum gegn Partizan.


Athugasemdir
banner
banner
banner