Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 09:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brot Atla sé glórulaust - HK-ingar vildu rautt á Pablo
Atli Hrafn Andrason.
Atli Hrafn Andrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki tækling að mínu mati," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, þegar hann var spurður út í brot Atla Hrafn Andrasonar, leikmanns HK, gegn Víkingi í Bestu deildinni í gærkvöldi. Hann er á því að þetta hafi verið verra en það.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

Atli Hrafn fór heldur harkalega í Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings, við miðsvæðið en atvikið gerðist á 37. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir HK. Hann fékk gult spjald fyrir brotið en Víkingar voru ósáttir við að fá ekki annan lit á spjaldið.

„Það hafa verið svona móment... þegar vælukórinn byrjaði að tala um hvað við vorum grófir og þess háttar. Ég er bara ekki tilbúinn að kaupa það. Við erum harðir og allt það. Mér fannst eins og dómararnir væru búnir að höndla það vel fyrstu umferðirnar að hlusta ekki á þetta, en mér fannst það ekki gott í kvöld."

„Mér leiðist að vera að tala um að einhver leikmaður andstæðingsins eigi að fá rautt spjald - og hvað þá Atli Hrafn sem er gamall leikmaður hjá mér - en þetta var glórulaust. Og það sjá allir. Ég þarf ekki að segja meira um það. Ég held að allir sem fylgist með fótbolta viti um hvað málið snýst um."

Víkingar vildu fá rautt á Atla en HK-ingar vildu hinsvegar sjá rauða spjaldið fara á loft á Pablo Punyed í seinni hálfleiknum. Andri Már Eggertsson íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 Sport og stuðningsmaður Víkings setti inn myndband af því atviki sem sjá má hér að neðan.

HK vann 3-1 sigur en tapið í gær er fyrsta tap Víkings á tímabilinu. Liðið er samt sem áður áfram á toppi deildarinnar.



Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner