Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 13:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam fékk rauða fyrir að svara Blikum - „Hvert erum við komin?"
Dóri með skilaboð til fjórða dómara.
Dóri með skilaboð til fjórða dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendur fær skilaboð.
Erlendur fær skilaboð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam fær rautt spjald.
Adam fær rautt spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, fékk tvö gul spjöld gegn Breiðabliki í gær og þar með rautt. Fyrra spjaldið fékk hann í fyrri hálfleik fyrir brot á Damir Muminovic og í seinni hálfleik fékk hann gult spjald fyrir kjaftbrúk.

Adam lék sér að eldinum skömmu áður þegar hann sparkaði bolta inn á völlinn þegar leikurinn gat farið af stað. Skömmu síðar lendir hann í tæklingu og liggur við hliðarlínuna nálægt boðvangi Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fékk Adam gula spjaldið fyrir að hafa svarað Blikum á hliðarlínunni sem bentu á að Adam hefði átt að fá gult spjald fyrir að hafa sparkað boltanum inn á völlinn.

Adam var ekki ánægður með það og lét vita af því. Leikurinn hélt áfram og þegar boltinn fer út fyrir hliðarlínuna hinu megin fær dómarin Erlendur Eiríksson skilaboð frá fjórða dómara, Gunnar Oddur Hafliðason, um að gefa Adam spjald fyrir svarið.

Það gerði Erlendur og fær Adam sitt annað gula spjald og þar með rautt. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var allt annað en sáttur við það og fékk beint rautt spjald fyrir að láta nokkur vel valin orð flakka í reiði sinni.

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist þar með þennan bolta en svo er það bara þannig að þjálfarar Breiðabliks eru að biðja um gult spjald á hann og eru mjög aggresívir úti á hliðarlínu. Fyrir það fyrsta má bara einn standa úti á línu en ekki tveir eða þrír. Þeir voru mjög aggresívir og svo voru einhver orðaskipti og hann svarar þeim eitthvað og fyrir það fær hann gult spjald, fyrir að svara einhverju þegar þeir biðja um gult spjald á hann. Fyrir það fyrsta finnst mér það mjög dapurt hjá þeim og svo að þeir skuli gefa honum gult spjald fyrir það að hann sé eitthvað að svara pínku pons að mér finnst þetta vera komið út í algjöra þvælu," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir leikinn.

Í viðtalinu við Stöð 2 Sport sagði hann eftirfarandi: „Þjálfari Breiðabliks er að biðja um að fá gult spjald á Adam Ægi og er mjög aggressívur við Gunnar [Odd Hafliðason, fjórða dómara]. Adam á einhver orðaskipti við þá og segir þeim í rauninni að hætta þessu fokking rugli og fyrir það fær hann gult spjald.“

„Hvert erum við komin? Hvað eru þeir að gera? Er þetta í lagi sem þeir eru að gera?“
spurði Arnar og átti þá við þjálfarateymi Breiðabliks.

„Ég bara spyr. Mér finnst þetta orðið algjört rugl hvert þetta er komið. Þessi spjaldalæti sem eru í gangi. Við erum búnir að fá að kynnast því á móti Stjörnunni og svo aftur hér og mér finnst þetta rosalega litlar sakir. Menn verða að átta sig á því að þarna eru orðaskipti við þjálfara Breiðabliks, sem eru mjög aggressívir. Ég hélt að það mætti bara einn standa á hliðarlínunni, en þeir eru tveir, og það er ekkert gert í því. Þeir komust upp með að æsa leikmann upp og hann segir eitthvað við þá og það er nóg til að fá gult spjald. Hvert erum við komin? Fyrir mér er þetta algjört rugl," sagði Arnar.


@islenskurfotbolti Seinna gula Adams, réttur dómur??? #islenskurfotbolti ? original sound - Spedup audios

Athugasemdir
banner
banner
banner