Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
   þri 22. apríl 2025 20:55
Anton Freyr Jónsson
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er langt frá því að vera ásættanlegt. Við erum ekki að spila neinn fótbolta að viti þannig við þurfum kannski aðeins að fara hugsa okkar gang og fara byrja á þessu móti." sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir vont tap á Samsungvellinum í Garðabæ en Stjarnan tapaði 6-2 gegn Víking Reykjavík í annari umferð Bestu deildar kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  6 Víkingur R.

„Við erum að gera einstaklingsmistök, dýr mistök í fyrsta og öðru markinu og við gefum í rauninni tvö mörk og þá er bara eins og spilaborgin hrynji, höfum ekki hugarfar eða sjálfstraust til að vinna okkur til baka heldur drögum okkur inn í skelina og einhverneigin spilum engan fótbolta eftir það."

„Ef þú ætlar ekki að verjast föstum leikatriðum þá færðu á þig mörk. Í fyrstu tveimur umferðunum erum við búin að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum og það segir sig sjálft að þú vinnur ekki fótboltaeiki ef þú ætlar að spila þannig."

Stjarnan fer norður á Sauðárkrók í næstu umferð og mætir liðið Tindastóll og var Jóhannes Karl spurður hvað liðið þurfi að gera til að sækja sigur þangað ,,við þurfum að byrja á því að verjast, það segir sig sjálf og vera ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum" sagði Jóhannes Karl að lokum. 


Athugasemdir
banner