Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 30. apríl 2024 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Bayern München og Real Madrid: Englendingarnir byrja
Mynd: Getty Images
Bayern München og Real Madrid eigast við í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld.

Harry Kane og Eric Dier eru báðir í byrjunarliði Bayern í kvöld á meðan Jude Bellingham er í liði Madrídinga.

Liðin hafa mæst 26 sinnum í heildina þar af 24 sinnum í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur unnið tólf leiki, Bayern ellefu leiki og þá hafa þrír endað með jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Allianz-leikvanginum í München.

Bayern: Neuer, Kimmich, Eric Dier, Kim Min-Jae, Mazraoui Laimer, Goretzka; Sané, Musiala, Müller, Kane.

Real Madrid: Lunin, Lucas Vazquez, Rüdiger, Nacho, Mendy, Tchouameni, Kroos, Valverde, Bellingham, Rodrygo, Vinicius Jr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner