Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
banner
   þri 30. apríl 2024 10:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
,,Hvað er hann, 15 ára eða eitthvað?"
Mættur aftur í blátt.
Mættur aftur í blátt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árin í FH voru upp og niður. Fyrsta árið er alvöru basl en árið í fyrra var geðveikt
Árin í FH voru upp og niður. Fyrsta árið er alvöru basl en árið í fyrra var geðveikt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Viktor er svakalegur. Hvað er hann, 15 ára eða eitthvað?'
'Viktor er svakalegur. Hvað er hann, 15 ára eða eitthvað?'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrsti deildarleikur, náði bikarleiknum í síðustu viku. Bara fínt, hefðum jafnvel átt að taka þrjú stig hérna, flottur leikur," sagði Haraldur Einar Ásgrímsson, leikmaður Fram, í viðtali rétt eftir að Fram náði inn jöfnunarmarki gegn Val í gær.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Mér fannst þetta mjög flott, við vorum í skipulaginu og Valur var ekkert að opna okkur. Við fengum færi, en því miður skoruðu mvið ekki fleiri."

„Við vorum búnir að teikna þetta upp (jöfnunarmarkið) á æfingasvæðinu hjá Gareth Owen (aðstoðarþjálfara)."


Viktor Bjarki Daðason skoraði jöfnunarmark Fram. „Viktor er svakalegur. Hvað er hann, 15 ára eða eitthvað? Ég er bara búinn að ná þremur æfingum með honum. Þetta eru alvöru gæði."

Þorri Stefán Þorbjörnsson, sem lék með grímu eftir að hafa nefbrotnað í síðasta leik, lagði upp markið. „Þorri er geggjaður, ég var með honum í FH líka. Þorri og Viktor eru báðir geggjaðir."

Haraldur var keyptur aftur til Fram frá FH á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann gekk í raðir FH frá Fram eftir tímabilið 2024.

„Aðdragandinn var sá að ég vildi fá fleiri mínútur. Eftir samtal við Heimi og Rúnar þá varð þetta niðurstaðan. Það er geggjað að vera kominn aftur í Fram, gaman að spila fyrir Fram aftur."

„Árin í FH voru upp og niður. Fyrsta árið er alvöru basl en árið í fyrra var geðveikt."


Var einhver spurning um að taka slaginn og berjast um fleiri mínútur hjá FH?

„Að sjálfsögðu var það, ég pældi alveg í þeim möguleika alveg eins og að koma í Fram. En niðurstaðan var Fram."

„Þetta var smá tæpt en þetta kláraðist (fyrir gluggalok)."


Var eitthvað stress?

„Nei nei, það hefði ekkert verið hrikalegt ef ég hefði verið áfram í FH. Þetta kláraðist og það er bara flott," sagði vinstri bakvörðurinn.
Athugasemdir
banner
banner