Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 24. apríl 2024 18:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram kaupir Harald Einar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga frá kaupum á Haraldi Einari Ásgrímssyni. Haraldur er samningsbundinn FH út tímabilið og þarf Fram því að kaupa hann. Fótbolti.net fjallaði um það fyrr í vikunni að Fram væri í viðræum við FH um kaup á bakverðinum.

Uppfært 18:26: Félagaskiptin hafa verið staðfest!

Haraldur er 23 ára vinstri bakvörður sem gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2022 eftir að hafa leikið með Fram þar á undan.

Hann hefur komið inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjunum í Bestu deildinni og samtals eru mínúturnar ekki margar. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í 24 af 27 leikjum FH í Bestu deildinni.

Haraldur er uppalinn í Fram en lék einnig með Álftanesi og Haukum í yngri flokkum og lék eitt ár með Álftanesi í meistaraflokki.

Fréttin var upphaflega birt 17:55 áður en tíðindin voru staðfest.



Athugasemdir
banner
banner