Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
banner
laugardagur 18. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 13. maí
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
fimmtudagur 16. maí
Umspil Championship
Leeds 4 - 0 Norwich
Vináttulandsleikur
Trinidad and Tobago 2 - 0 Guyana
Bosnia Herzegovina U-19 1 - 1 Slovenia U-19
Montenegro U-18 3 - 2 North Macedonia U-17
Montenegro U-17 1 - 2 North Macedonia U-16
Serbia U-16 2 - 1 Bulgaria U-16
Eliteserien
SK Brann 2 - 1 Sandefjord
Haugesund 1 - 0 Kristiansund
Sarpsborg 1 - 7 Ham-Kam
Viking FK 1 - 4 Lillestrom
Bodo-Glimt 4 - 0 Tromso
Fredrikstad 4 - 1 Stromsgodset
Odd 0 - 4 Molde
Rosenborg 1 - 3 KFUM Oslo
La Liga
Almeria 0 - 2 Barcelona
Real Sociedad 1 - 0 Valencia
Las Palmas 2 - 2 Betis
þri 02.apr 2024 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 7. sæti: KA

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að KA muni enda í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. KA stefnir auðvitað á að vera í efri hlutanum en það mun ekki ganga upp ef þessi spá rætist.

KA-menn fagna marki síðasta sumar.
KA-menn fagna marki síðasta sumar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hallgrímur Jónasson er þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson er þjálfari KA.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar er gríðarlega mikilvægur.
Hallgrímur Mar er gríðarlega mikilvægur.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rodri.
Rodri.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson er mættur í KA.
Viðar Örn Kjartansson er mættur í KA.
Mynd/KA
Hans Viktor gekk í raðir KA í vetur.
Hans Viktor gekk í raðir KA í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Árnason.
Ívar Örn Árnason.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gera KA-menn í sumar?
Hvað gera KA-menn í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. KA, 66 stig
8. Fram, 60 stig
9. ÍA, 59 stig
10. Vestri, 34 stig
11. Fylkir, 24 stig
12. HK, 14 stig

Um liðið: Síðasta sumar var heilt yfir frekar fínt hjá KA þó liðið hafi ekki náð markmiðum sínum í deildinni. Markmiðin voru hált eftir að hafa lent í öðru sæti tímabilið en Íslandsmeistaratitillinn var fjarri lagi. KA endaði í sjöunda, efsta sæti neðri hlutans, en á sama tíma fór liðið langt í Evrópu og komst í úrslitaleikinn í bikarnum. Það er hægt að taka margt jákvætt frá síðasta tímabili en það er spurning hvort liðið nái að fara hærra en sjöunda sæti í deildinni þegar Evrópa er ekki að trufla.

Þjálfarinn: Hallgrímur Jónasson tók við liðinu af Arnari Grétarssyni undir lok tímabilsins 2022. Hans fyrsta heila tímabil sem aðalþjálfari KA var í fyrra, og á hann enn margt eftir að sanna þó ýmislegt hafi gengið vel. Hallgrímur er efnilegur þjálfari en hann var á sínum tíma frábær varnarmaður og spilaði 16 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Harald Árna Hróðmarsson til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Haraldur, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA og Vals, fer yfir það helsta hjá KA.

Styrkleikar: KA eru með þekktar stærðir í flestum stöðum, reynslumikið lið og erfiðir viðureignar í öllum leikjum. Sveinn Margeir og Daníel Hafsteins skoruðu samtals sjö mörk í fyrra, þau verða fleiri í ár ef allt er eðlilegt. Það eru tvö ár síðan KA náði í Evrópusæti og flestir lykilmenn úr því liði eru ennþá í liðinu og Viðar Örn Kjartansson vegur upp mörkin sem Nökkvi Þórisson skoraði þá.

Veikleikar: Varnarleikurinn og markvarslan eru spurningamerki. KA þarf að skora 10 mörkum fleira en í fyrra og fá á sig 10 mörkum færra til að vera í Evrópuséns en liðið er veikara í ár heilt yfir.

Lykilmenn: Hallgrímur Mar Steingrímsson er sá sem klárar jafna leiki fyrir KA og hefur ótrúlega hæfileika. Rodri er mikilvægasti leikmaður liðsins og bindur það saman. Viðar Örn Kjartansson mætir með miklar væntingar á herðunum en hann mun alltaf skora mörk.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Daníel Hafsteinsson á að mínu mati að vera lykilmaður í toppliði, hann hefur alla burði til að vera einn besti miðjumaður deildarinnar. Vonandi er þetta árið hans.

Komnir:
Viðar Örn Kjartansson frá Búlgaríu
Hans Viktor Guðmundsson frá Fjölni
Hákon Atli Aðalsteinsson frá Völsungi (var á láni)
Kári Gautason frá Dalvík (var á láni)
Þorvaldur Daði Jónsson frá Dalvík (var á láni)

Farnir:
Dusan Brkovic í FH
Pætur Petersen til KÍ Klaksvík
Jóan Símun Edmundsson til Norður-Makedóníu
Alex Freyr Elísson í Fram (var á láni frá Breiðabliki)
Steinþór Freyr Þorsteinsson í Völsung
Ívar Arnbro Þórhllasson í H/H á láni

Dómur Haraldar fyrir gluggann: 6/10. Dusan er farinn og Hans Viktor kemur í staðinn og VÖK leysir af Færeyingana í sókninni. Kynslóðaskipti eru á næsta leiti fyrir norðan og innri bæting hópsins milli ára verður stærsta breytan hjá KA.

Leikmannalisti:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
12. Kristijan Jajalo (m)
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Kári Gautason
4. Rodrigo M Gomes
5. Ívar Örn Árnason
6. Breki Hólm Baldursson
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Hans Viktor Guðmundsson
18. Hákon Aðalsteinsson
21. Mikael Breki Þórðarson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Viðar Örn Kjartansson
26. Ingimar Stole
27. Árni Veigar Árnason
29. Jakob Snær Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson
37. Aron Daði Stefánsson
44. Valdimar Logi Sævarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
90. Dagbjartur Búi Davíðsson
99. Jóhann Mikael Ingólfsson



Fyrstu fimm leikir KA:
7. apríl, KA - HK (Greifavöllurinn)
13. apríl, KA - FH (Greifavöllurinn)
21. apríl, KA - Vestri (Greifavöllurinn)
28. apríl, Víkingur R. - KA (Víkingsvöllur)
5. maí, KA - KR (Greifavöllurinn)

Í besta og versta falli: Í besta falli mynda Ívar Örn og Hans Viktor sterkt miðvarðapar, Daníel Hafsteinsson tekur stóra skrefið, VÖK slær markametið og KA verður í Evrópubaráttu. Í versta falli ná KA-menn ekki stöðugleika, rótera markvörðum og verða á svipuðu róli og í fyrra. KA gæti líka nýtt þetta tímabil og spilað enn fleiri ungum leikmönnum úr sterku yngri flokka starfi félagsins.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner