Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 15:19
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Víkings og KA: Aron Elís byrjar sinn fyrsta deildarleik í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikur Víkings og KA í 4. umferð Bestu deildar karla hefst núna klukkan 16:15 á Víkingsvelli. Víkingar tróna á toppi deildarinnar með 9 stig en KA er aðeins með 1 stig eftir 3 leiki. Byrjunarliðin hafa verið birt og þetta eru breytingarnar sem þjálfararnir hafa gert á sínum hópum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 KA

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir tvær breytingar á liði sínu sem sigraði Breiðablik 4-1 í síðustu umferð. Það eru þeir Aron Elís Þrándarson og Halldór Smári Sigurðsson sem koma inn í liðið á kostnað Gísla Gottskálk Þórðarson og Oliver Ekroth, en sá síðarnefndi er í leikbanni.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir tvær breytingar á liði sínu sem tapaði 1-0 fyrir Vestra í síðustu umferð. Það er Harley Willard og Steinþór Már Auðunsson sem koma inn í liðið á kostnað Elfars Árna Aðalsteinssonar og Kristijan Jajalo.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner