Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hefur verið eins og kóngur í vörninni hjá Fram“
Kyle McLagan.
Kyle McLagan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar hafa verið afskaplega þéttir og öflugir í upphafi Íslandsmótsins. Þeir eru komnir með sex stig og stigin gætu hæglega verið fleiri því þeir voru óheppnir að fá ekkert úr leiknum gegn Víkingi.

Varnarmaðurinn Kyle McLagan hefur spilað virkilega vel í upphafi móts en hann gekk aftur í raðir Fram fyrir tímabilið, eftir tvö ár með Víkingi.

„Hann er bara búinn að vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins þessar fyrstu umferðir, hann er búinn að vera eins og kóngur í vörninni hjá Fram," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Hann er frábær í að liggja aftarlega eins og Fram gerir; hann er sterkur, hann er með þvílíkan sprengikraft og getur hoppað hátt. Hann hefur verið frábær. Boltinn var hans helsti óvinur hans í þessu Víkingsverkefni. Hann var ekki nægilega öruggur á boltanum og þar af leiðandi komu mistök og þeir lentu í kapphlaupum og vandræðum," segir Baldvin Már Borgarsson

„Hann var ekki eins góður með Víkingi og ég hélt að hann yrði því hann var sturlaður með Fram í Lengjudeildinni. En hann er kominn heim til Framara og er að standa sig virkilega vel."

Fram vonast til að gott gengi liðsins haldi áfram annað kvöld þegar liðið mætir Val.

sunnudagur 28. apríl
14:00 Vestri-HK (AVIS völlurinn)
14:00 ÍA-FH (Akraneshöllin)
16:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:30 KR-Breiðablik (Meistaravellir)

mánudagur 29. apríl
18:00 Valur-Fram (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 5 4 0 1 12 - 6 +6 12
2.    FH 5 4 0 1 10 - 7 +3 12
3.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
4.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
5.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
6.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
7.    Breiðablik 5 3 0 2 12 - 9 +3 9
8.    KR 5 2 1 2 10 - 9 +1 7
9.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
10.    HK 5 1 1 3 4 - 9 -5 4
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 5 0 1 4 5 - 12 -7 1
Athugasemdir
banner