Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Undrabarnið Zaire-Emery framlengir við PSG til 2029
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Warren Zaire-Emery hefur framlengt samning sinn við Paris Saint-Germain til 2029. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Zaire-Emery, sem er 18 ára gamall, spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði PSG fyrir tveimur árum þá 16 ára og 151 daga gamall.

Á því tímabili spilaði hann 31 leik í öllum keppnum og skoraði tvö mörk.

Hann hefur þá verið í veigamiklu hlutverki á þessari leiktíð og unnið sér sæti í franska landsliðshópnum. Hann skoraði í fyrsta leik sínum með A-landsliðinu, í 14-0 sigri á Gíbraltar og varð þar með annar yngsti í sögunni til að skora fyrir landsliðið.

Arsenal og Manchester City hafa verið á eftir honum síðustu mánuði en hann ákvað að hafna þeim og gera nýjan fimm ára samning við PSG sem gildir til 2029.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner