Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. apríl 2024 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals og FH: Gylfi og Jónatan mæta uppeldisfélaginu - Markmannsbreyting
Bjarni Mark settur á bekkinn
Gyfi Þór er uppalinn hjá FH.
Gyfi Þór er uppalinn hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir er fyrrum þjálfari Vals.
Heimir er fyrrum þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst viðureign Vals og FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, sannkallaður stórleikur í þessari 3. umferð bikarsins. Valur varð síðast bikarmeistari árið 2016 (alls 11 titlar) og FH vann síðast 2010 (alls 2 titlar).

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Stjörnunni í síðasta deildarleik. Elfar Freyr kemur inn fyrir Bjarna Mark Antonsson sem tekur sér sæti á bekknum og Kristinn Freyr kemur inn fyrir Sigurð Egil Lárusson sem glímir við meiðsli. Tristan Snær Daníelsson sem fæddur er árið 2005 kemur inn í hópinn.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 FH

Heimir Guðjónsson, fyrrum þjálfari Vals og nú þjálfari FH, gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn HK í síðasta deildarleik. Daði Freyr kemur í markið og þeir Dusan, Baldur Kári og Arnór Borg koma einnig inn í liðið. Sindri Kristinn Ólafsson, Björn Daníel Sverrisson og Finnur Orri Margeirsson taka sér sæti á bekknum en Ólafur Guðmundsson glímir við meiðsli. Jóhann Ægir Arnarsson er í leikmannahópi FH í fyrsta sinn á tímabilinu en hann sleit krossband síðasta sumar.

Hörður Ingi Gunnarsson er ekki í hóp hjá FH, hann hefur ekki verið í hóp á tímabilinu til þessa. Haraldur Einar Ásgrímsson, sem hefur komið inn af bekknum í fyrstu þremur leikjum FH á tímabilinu, er á leið í Fram og er því heldur ekki í hóp.

Þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jónatan Ingi Jónsson hjá Val eru að mæta uppeldisfélagi sínu í dag.

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Elfar Freyr Helgason
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið FH:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
25. Dusan Brkovic
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson
37. Baldur Kári Helgason
Athugasemdir
banner
banner
banner