Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. apríl 2024 21:41
Elvar Geir Magnússon
71% líkur á því að Man City endi sem meistari
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Manchester City hélt engin bönd en meistararnir rúlluðu yfir Brighton 4-0 í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Phil Foden skoraði tvívegis og þeir Kevin De Bruyne og Julian Alvarez komust einnig á blað.

„Mínir menn eiga hrós skilið, að sýna svona frammistöðu gegn þessum andstæðingi. Brighton hefur verið í meiðslavandræðum en liðið spilar af hugrekki og gefst ekki upp," segir Pep Guardiola, stjóri City.

„Þetta eru virkilega góð úrslit og fjögur mörk. Við töluðum um það að ef við myndum ekki ná að halda boltanum þá myndum við þjást."

City er með 76 stig, einu stigi á eftir toppliði Arsenal en á leik til góða.

„Það sem við höfum gert í fortíðinni gefur okkur ekkert núna. Það eru fumm leikir eftir og þetta er rosalega jafnt. Við þurfum að vinna alla leikina. Með hverjum leik færumst við nær," segir Guardiola.

De Bruyne kom City yfir með sínu fyrsta skallamarki í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta var frábær skalli. Honum er velkomið að reyna þetta oftar ef hann vill það!"

Er Phil Foden að gera tilkall í að vera leikmaður ársins?

„Klárlega. En hann vill vinna ensku úrvalsdeildina. Áhrif hans á síðasta þriðjungi voru betri en í síðustu tveimur eða þremur leikjum. Það var meiri yfirvegun í dag. Ákvarðanatökurnar voru góðar og það er alltaf gott að skora," segir Guardiola.

Opta telur að Manchester City eigi nú 71,1% möguleika á því að vinna enska meistaratitilinn. Möguleikar Arsenal eru taldir 27,3% og Liverpool er aðeins með 1,6%.
Athugasemdir
banner
banner