Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 25. apríl 2024 18:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar hófu titilvörn sína í Mjólkurbikarnum í dag þegar þeir mættu fotbolti.net bikarmeisturum Víðis í uppgjöri bikarmeistara síðasta árs í 32-liða úrslitum í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Víðir

„Bikarinn snýst um að komast áfram með hvaða ráðum sem er og okkur tókst það eftir erfiða fæðingu." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í dag.

„Þessir bikarleikir eru bara ótrúlegir. Það er rómantíkin í bikarkeppninni. Víðismenn komu bara mjög grimmir til leiks og skoruðu ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli og þau eru ansi mörg flott mörkin sem ég hef séð á þessum velli. Fullt credit á þá og svo börðuðst þeir eins og ljón og við áttum í erfiðleikum með að skapa okkur færi." 

„Ég sagði bara við strákana í gær: Mér er alveg sama hvernig við förum að þessu, bara að við komumst áfram í keppninni og okkur tókst það."

Arnar talaði um að þessi leikir gegn minni liðum væru yfirleitt alltaf lose-lose leikir.

„Þetta eru í raun bara lose-lose leikir. Það búast allir við að þú vinnir og vinnir stórt. Ef þú gerir það þá færðu ekkert credit fyrir það, þetta er bara svona 'so what? þú áttir hvort sem er að vinna og ef þú tapar þá færðu alla heimsins gagnrýni á þig. Þannig þetta eru bara lose-lose leikir þannig ég segi bara að í bikar snýst þetta bara um að komast áfram."

Arnar sagðist einnig hafa fundið fyrir vanmati frá sínum mönnum alveg frá fyrstu mínútu. 

„Já alveg frá fyrstu mínútu. Það er bara eðlilegt. Það er alveg sama hvað þú segir. Ég er búin að spila 100 svona leiki sjálfur og stjórna mörgum svona leikjum. Það skiptir engu máli hvað þú segir, hvað menn reyna og hvað menn segjast ætla að gera fyrir leiki. Það er bara 'human nature', þetta mannlega eðli tekur við þegar þú ert að spila á móti liði sem er rankað fyrir neðan þig í deildarstigum en svo verður þú bara að reyna komast í gegnum þær tilfiningar og finna leiðir til að vinna leiki sem að við gerðum þannig ég kvarta ekki yfir neinu."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner