Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 25. apríl 2024 18:54
Daníel Smári Magnússon
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Árni gat verið ánægður með sína menn, þó að úrslitin hafi ekki glatt hann.
Árni gat verið ánægður með sína menn, þó að úrslitin hafi ekki glatt hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst hann [leikurinn] mjög jafn, bara allan tímann. Við skorum þegar að það eru 20 sekúndur eftir í venjulegum leiktíma og þeir skora svo þegar að það eru 20 sekúndur eftir í framlengingu, þannig að þetta er súrt,'' sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir dramatískan leik í Mjólkurbikarnum gegn KA í dag. Liðið átti í fullu tré við Bestu-deildar lið KA og fékk grátlegt sigurmark á sig á 119. mínútu leiksins. 


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 ÍR

„Mér fannst þetta bara tvö jöfn lið og þeir vissulega búnir að vera í vandræðum í byrjun móts. Við erum ekki byrjaðir þannig að maður hafði kannski smá áhyggjur af leikforminu þegar líða fór á leikinn, en þetta gefur okkur bara helling fyrir fyrsta leik á mótinu.''

KA liðið hefur farið illa af stað í Bestu-deildinni og ekki með sjálfstraustið í botni. Var það rætt fyrir leik?

„Já, auðvitað gerum við það. Höfum náttúrulega skoðað þá og sjáum veikleika. Þetta er andlegt sport, að þegar að það er búið að ganga illa að fara að rífa sig allt í einu upp og fara að gera eitthvað. En við fókusum meira á okkur og hvernig við ætluðum að gera þetta, en jújú - við skoðuðum það aðeins,'' sagði Árni og glotti.

Í blálok framlengingar virtist Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, gerast brotlegur innan teigs en Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi ekkert. Hvað gerist þar?

„Mér fannst það víti, en ég er náttúrulega ekki búinn að sjá þetta aftur. Mér fannst hann ágætis dómari og allt það, en hann leyfði rosalega mikið af svona návígum og bakhrindingum og svona djöflagangi. Miðað við línuna í leiknum að þá var hann aldrei að fara að dæma víti, en mér fannst þetta vera víti.''


Athugasemdir
banner
banner
banner