Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 17:13
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Már lék sinn fyrsta leik fyrir ÍA gegn uppeldisfélaginu
Rúnar Már í landsleik.
Rúnar Már í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir ÍA í dag en hann kom inn sem varamaður síðustu tíu mínúturnar í 3-0 sigri gegn Tindastóli í bikarnum.

Rúnar er frá Sauðárkróki og Tindastóll er hans uppeldisfélag svo það var vel við hæfi að þetta væri hans fyrsti leikur. Hann samdi við ÍA á dögunum og er kominn aftur í íslenska boltann eftir mörg ár í atvinnumennsku.

Það kom mörgum á óvart a sjá Rúnar á skýrslu í dag en talið var að það væru enn nokkrar vikur í að hann gæti spilað þar sem hann er að koma úr meiðslum.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Tindastóll

„Hann er búinn að líta vel út og hefur æft með liðinu í þessari viku. Hann hefur litið vel út á æfingunum og það er frábært fyrir okkur og klúbbinn að fá svona alvöru gæðaleikmann inn í hópinn. Ég er gríðarlega spenntur að sjá hann," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, í viðtali við ÍA TV fyrir leikinn.

„Þetta hefur allt litið mjög vel út og hann hefur staðist öll þau króatísku 'test' sem Mario hefur lagt fyrir hann," sagði Arnór og vitnaði þar í sjúkraþjálfara Skagamanna, Mario Majic.

ÍA verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner