Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 26. apríl 2024 09:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Hásteinsvöllur valinn flottasti völlur landsins
Hásteinsvöllur.
Hásteinsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hásteinsvöllur var í könnun á RÚV valinn flottasti völlur landsins. Sett var saman myndarlegur hópur álitsgjafa sem skáru úr um hvert væri flottasta vallarstæði landsins. Jóhann Páll Ástvaldsson tók saman. Á RÚV má sjá skemmtileg innlegg um alla vellina og marga velli sem fengu atkvæði en komust ekki á topp 10.

Álitsgjafar völdu tíu flottustu velli landsins. Sá flottasti að þeirra mati fékk tíu stig, sá næstflottasti níu og svo koll af kolli þar til að tíunda sætið fékk eitt stig. Allir fótboltavellir sem hægt er að spila löglegan leik í fullri stærð, ellefu gegn ellefu, komu til greina.

10 flottustu vellirnir
1. Hásteinsvöllur, Vestmannaeyjum
2. Ólafsvíkurvöllur
3. Grýluvöllur, Hveragerði
4. Skallagrímsvöllur
5. Kaplakriki
6. KR völlur
7. Grenivíkurvöllur
8. Skeiðisvöllur, Bolungarvík
9. Seyðisfjarðarvöllur
10. Dalvíkurvöllur

Álitsgjafarnir: Andri Geir Gunnarsson, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Birkir Sveinsson, Bolli Már Bjarnason, Gunnar Birgisson, Gunnar Sigurðarson, Helena Ólafsdóttir, Jóhann Skúli Jónsson, Klara Bjartmarz, Kristjana Arnarsdóttir, Logi Ólafsson, Magnús Már Einarsson, Páll Kristjánsson, Stefán Pálsson, Telma Ívarsdóttir, Terje Mollestad, Vanda Sigurgeirsdóttir, Willum Þór Þórsson.

Athugasemdir
banner
banner
banner