Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   fös 26. apríl 2024 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Svolítið skrifað í skýin þegar Aron fór og dró
Arnar á hliðarlínunni á miðvikudag.
Arnar á hliðarlínunni á miðvikudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður bara alvöru leikur og við berum fulla virðingu fyrir Aftureldingu. Við mætum með öflugt lið, ætlum að vera í pottinum eftir þann leik," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net eftir að dregið var í Mjólkurbikarnum í hádeginu.

Valur heimsækir Aftureldingu í 16-liða úrslitum keppninnar í næsta mánuði. Uppaldi Valsarinn Aron Elí Sævarsson dró Valskúluna upp úr pottinum. Hann er fyrirliði Aftureldingar.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 FH

„Þeir eru með flott lið, voru hársbreidd frá því að komast upp í fyrra. Þeir spila skemmtilegan fótbolta. Mér fannst þetta svolítið skrifað í skýin þegar ég sá hann fara þarna upp að draga bróður sinn. Þetta verður skemmtilegt verkefni."

Umhugsunarefni að það séu engar afleiðingar
Valur sló út FH í 32-liða úrslitunum. Stærsta umræðuefnið eftir þann leik er tækling Grétars Snæs Gunnarssonar í lok leiks. Grétar fékk rautt spjald fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálssyni.

„Mér fannst þetta alveg gjörsamlega galin tækling. Hann fer aftan í manninn, allavega önnur löppin er mjög hátt og það er rosalegur hraði. Sem betur fer hoppaði Adam eiginlega upp. Ef hann stígur í lappirnar þarna þá er þetta tækling sem getur eyðilagt ferla hjá mönnum," sagði Arnar.

Hann nefnir svo þá staðreynd að spjöld í bikarnum gilda ekki í deildinni.

„Þessi rauðu spjöld skipta ekki máli. Þarna er komið eftir 80. mínútu í leiknum, leikurinn er tapaður og menn geta gert svona hluti og það eru engar afleiðingar. Það held ég að sé umhugsunarefni. Mér finnst að menn megi allavega hugsa um það (að spjöldin gildi líka í deildinni). Svona hlutir, eins og þessi tækling, þeir eru dottnir út og hún hefur engar afleiðingar. Maður vill ekki sjá svona hluti, þetta er hættulegt og á ekki að sjást," sagði þjálfarinn.

Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner