Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 08. mars 2022 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski bætti met frá 1996
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: EPA
Þýska stórveldið Bayern München er gjörsamlega að leika sér að RB Salzburg í leik liðanna í Meistaradeildinni.

Fyrri hálfleikurinn er að klárast og er staðan 4-0 fyrir Bayern.

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, eða Lewangoalski eins og liðsfélagi hans Thomas Müller kallar hann, skoraði fyrstu þrjú mörkin í leiknum, en þar af komu tvö af vítapunktinum. Hann setti nýtt met með þessum mörkum.

Aldrei hefur leikmaður verið eins fljótur að skora þrennu frá byrjun leiks. Það tók Lewandowski 23 fyrra mínútur. Fyrra metið átti Marco Simone, fyrrum leikmaður AC Milan. Hann gerði þrennu á fyrstu 24 mínútum leiks gegn Rosenborg árið 1996.

Fyrri leikur Bayern og Salzburg endaði 1-1. Það er nokkuð augljóst hvaða lið er að fara áfram úr þessu einvígi.


Athugasemdir
banner
banner
banner