Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 15. nóvember 2018 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Batshuayi sá um Ísland - Engin stig í Þjóðadeildinni
Ágætis frammistaða
Icelandair
Batshuayi skoraði tvennu.
Batshuayi skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Arnór lék sinn fyrsta A-landsleik.
Arnór lék sinn fyrsta A-landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgía 2 - 0 Ísland
1-0 Michy Batshuayi ('64 )
2-0 Michy Batshuayi ('81)
Lestu nánar um leikinn

Ísland endar Þjóðadeildina að þessu sinni án stiga í A-deild. Ísland mætti Belgíu í kvöld en fyrir leikinn var það ljóst að Ísland var fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Mikil meiðsli eru að hrjá íslenska liðið. Alfreð Finnbogason meiddist í upphitun og varð þar með 11 leikmaðurinn inn á meiðslalistann. Sá listi inniheldur leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og fleiri.

Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið Íslands í stað Alfreðs. Ísland spilaði með þriggja manna hafsentakerfi í kvöld og virkaði það ágætlega framan af gegn ógnarsterku liði Belga.

Efnilegir leikmenn eins og Albert Guðmundsson og Arnór Sigurðsson fengu að byrja þennan leik. Þeir fengu tækifæri til að sýna sig fyrir Jose Mourinho sem var í stúkunni. Jón Dagur Þorsteinsson, sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, kom þá inn á þegar lítið var eftir.


Batshuayi sterkur í síðari hálfleik
Fyrri hálfleikurinn var ágætur hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn var góður og skipulagið hélt vel. Belgarnir fengu ekki mörg álitleg færi í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum breyttist það.

Fyrsta mark leiksins kom á 64. mínútu og það skoraði Michy Batshuayi, sóknarmaður Valencia á Spáni (á láni frá Chelsea) eftir góðan undirbúning frá Thomas Meunier og Eden Hazard. Vörn Íslands sofnaði á verðinum og Belgía refsaði.

Batshuayi bætti við öðru marki sínu á 81. mínútu. Hannes Þór í marki Íslands átti að gera betur í því marki.


Hvað þýða úrslitin
Lokatölur 2-0. Belgía er með níu stig, Íslands eins og áður segir án stiga. Belgía leikur úrslitaleik við Sviss um sigur í þessum riðli.

Belgía er besta landslið heims samkvæmt heimslista FIFA.

Síðasti sigur Íslands kom í október á síðasta ári gegn Kosóvó.



Athugasemdir
banner