Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Keflavíkur og Breiðabliks: Ísak Snær byrjar í breyttu Blikaliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson einn af reyndustu leikmönnum Keflavíkur
Frans Elvarsson einn af reyndustu leikmönnum Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla lýkur í kvöld með leik Keflavíkur og Breiðabliks en flautað verður til leiks á gervigrasinu við hlið Nettóhallarinnar í Reykjanesbæ klukkan 19:15. Í boði er síðasti farseðillinn í 16 liða úrslit þetta árið og verður eflaust hart barist.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Blikar hreyfa vel við liði sínu fyrir þennan leik frá tapinu gegn Víkingum í deild á dögunum. Má þar nefna að Anton Ari Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson eru til að mynda á varamannabekknum. Þá fær Daniel Obbekjær tækifæri í byrjunarliði Blika í kvöld en hann hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik liðsins til þessa en hann kom inn á sem varamaður gegn Vestra í 2. umferð deildarinnar. Einnig er Ísak Snær Þorvaldsson í byrjunarliði Blika en Kópavogsbúar vonast eflaust að hann nái sömu hæðum með liðinu og árið 2022 þegar hann var leikmaður ársins í innlendum fótbolta.

Hjá heimamönnum í Keflavík má sjá kunnuleg nöfn á blaði í bland við yngri og efnilega Keflvíkinga. Frans Elvarsson sem er á leið í sitt þrettánda tímabil með Keflavík er á sínum stað sem og daninn Sami Kamel.

Byrjunarlið Keflavík:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson
50. Oleksii Kovtun
99. Valur Þór Hákonarson

Byrjunarlið Breiðablik:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Damir Muminovic
10. Kristinn Steindórsson
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
24. Arnór Gauti Jónsson
25. Tumi Fannar Gunnarsson
30. Andri Rafn Yeoman
Athugasemdir
banner
banner