Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Handlaginn með eindæmum.
Handlaginn með eindæmum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frí segiru?
Frí segiru?
Mynd: Brentford
Alvöru kjaftur á honum.
Alvöru kjaftur á honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemingsmaður.
Stemingsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Heim á Nesið.
Heim á Nesið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
I will survive.
I will survive.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 9. sætinu í sumar.

Kristófer er uppalinn í Gróttu og hefur leikið með félaginu allan sinn feril. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður fram á við. Hann á að baki 178 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 20 mörk, þar af þrjú í 20 leikjum á síðasta tímabili.

Hann er í dag fyrirliði Gróttu og sýnir hér á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Kristófer Orri Pétursson

Gælunafn: Korri

Aldur: 25ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Sumarið 2017 gegn Leikni. Rosalega lítið minnistætt frá því sumri. Þakklátur Tóta og Sigga fyrir að gefa manni sénsinn.

Uppáhalds drykkur: Nocco Berruba þessa daganna.

Uppáhalds matsölustaður: Hraðlestin

Hvernig bíl áttu: Kia Picanto

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ekkert eins og er.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break og fyrstu seríurnar af GOT.

Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone eða Bubbi.

Uppáhalds hlaðvarp: Mínir menn í Chess After Dark fá það!

Uppáhalds samfélagsmiðill: Messenger

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Keldan og .net

Fyndnasti Íslendingurinn: AA (Arnar Arnarsson)

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: það er done

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KV

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Tyler Morton eða Brereton Diaz (Hann er reyndar líklegast ennþá í vasanum hjá Gabríel Hrannari)

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Óskar Hrafn, Dóri Árna og Chris allir mjög flottir. Bjarki Már Ólafs var líka sturlaður, hætti þjálfuninni alltof snemma.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tapa fyrir Gabríel og Grím á æfingu er óþolandi, gerist ekki oft sem betur fer.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Fabregas

Sætasti sigurinn: Líklegast lokaleikurinn 2019 gegn Haukum.

Mestu vonbrigðin: Fá Covid seasonið eftir að við höfðum tryggt okkur í Pepsi deildina 2020.

Uppáhalds lið í enska: Mikel Arteta’s Army

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fengi Ástbjörn Þórðar heim.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Tómas Johannessen, 100%

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kristófer Melsteð

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kærastan var rosaleg á vellinum þegar við vorum að kynnast

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Thierry Henry

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Tareq

Uppáhalds staður á Íslandi: Nesvöllurinn á góðu sumarkvöldi í logni, ekki til betri staður.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Óliver Dagur ákvað að lita á sér mottuna kolsvarta fyrir leik í Lengjubikarnum 2019, fór ekki vel í einn andstæðinn sem lét hann gjörsamlega heyra það.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekki eins og er.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NFL, F1, UFC og Golf.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas, þeim sem Björgvin Koustav Hreinsson segir mér að spila í.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Reglunarfræðin í verkfræðinni var ekki alveg mitt fag.

Vandræðalegasta augnablik: Líklega bara þegar ég tapaði í sláarkeppninni á miðvikudaginn, Tómas var aðeins kominn inn í hausinn. Sem betur fer tapaði hann líka.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Adda Bombu, Pétur Th og Konna. Adda til að halda uppí stemningunni, Pétur er vel handlaginn og gæti græjað ýmislegt. Hákon Valdimars fengi síðan að fljóta með, fær smá frí frá Brentford. Værum þægilegir í kaffi og sígó, svo græjar Pétur okkur heim.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi senda Arnar Daníel í Survivor. Hann myndi plumma sig ekkert eðlilega vel þar.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: 3/8 Ungverji

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Tómas Orri það er helvítis meistari. Alvöru kjaftur á honum.

Hverju laugstu síðast: Úff, ekkert sem kemur upp eins og er.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Activation in the garage

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Edu Gaspar hvaða leikmenn eru á frægu töflunni lineaðir upp fyrir sumarið.
Athugasemdir
banner
banner