Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. apríl 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Atalanta mætir Juventus í úrslitum eftir endurkomusigur
Mynd: EPA

Atalanta 4 - 1 Fiorentina
1-0 Teun Koopmeiners ('8 )
1-1 Lucas Martinez ('68 )
2-1 Gianluca Scamacca ('75 )
3-1 Ademola Lookman ('90 )
4-1 Mario Pasalic ('90 )
Rautt spjald: Nikola Milenkovic, Fiorentina ('53)


Atalanta er komið í úrslit ítalska bikarsins eftir sigur á Fiorentina í kvöld og mætir Juventus í úrslitunum.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Fiorentina en Teun Koopmeiners jafnaði einvígið þegar hann skoraði eina mark fyrri hálfleiksins snemma leiks.

Þetta varð erfiðara fyrir Fiorentina snemma í síðari hálfleiknum þegar Nikola Milenkovic var rekinn af velli með rautt spjald. Manni færri tókst Lucas Martinez að jafna metin og koma Fiorentina yfir í einvíginu.

Atalanta gekk ill að brjóta vörn Fiorentina á bak aftur en Gianluca Scamacca tókst að gera það þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar hann skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu.

Atalanta bætti svo við tveimur mörkum í uppbótatíma sem innsiglaði sigurinn og liðinu í úrslitin.


Athugasemdir
banner