Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 17:22
Elvar Geir Magnússon
FIFA í samstarf með olíufyrirtæki í eigu Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images
FIFA hefur tilkynnt um samstarfssamning við olíufyrirtækið Aramco sem er í eigu Sádi-Arabíu. Samningurinn er til 2027 og gefur fyrirtækinu styrktaraðilarétt á HM 2026 og HM kvenna árið á eftir.

Aramco er þegar með samning við Formúlu 1 kappaksturinn og í krikketheiminum.

Sádi-Arabía heldur áfram að auka umsvif sín í íþróttaheiminum en í skýrslu frá nóvember 2023 kom fram að það væru 312 samningar frá þjóðinni við 21 íþróttagrein.

Allt stefnir í að Sádi-Arabía muni halda HM 2034 en FIFA mun staðfesta það seinna á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner