Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. nóvember 2018 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Finnur ekki týpu eins og Kára út í búð"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Árnason verður bara betri með aldrinum. Hann átti mjög góðan leik í gær og var besti maður vallarins að mati Fótbolta.net þegar Ísland tapaði 2-0 fyrir Belgíu.

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, var sérfræðingur í kringum leikinn fyrir Stöð 2 Sport. Hann hrósaði Kára í hástert eftir leikinn.

„Kári sýnir í kvöld að hann er ekki búinn. Hann stjórnar varnarlínunni," sagði Eiður Smári.

„Ég hræðist það þegar Kári hættir, þú finnur ekki svona týpu eins og hann út í búð - sem stjórnar öllu."

Kári hætti við að hætta eftir HM. Hann var búinn að sætta sig við að taka við öðru hlutverki í liðinu eftir HM, en hann er mættur í sitt gamla hlutverk og virðist ekki vera að fara að sleppa því.

Það kæmi ekki á óvart að sjá Kára í liði Íslands ef við komumst á EM alls staðar 2020.

Kári er 36 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner