Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 13:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Toney ekki í hóp - Muric áfram í markinu hjá Burnley
Mynd: Getty Images

Tveir ansi áhugaverðir leikir í fallbaráttunni eru framundan. Byrjunarliðin eru komin inn.


Luton fær Brentford í heimsókn. Ivan Toney var á bekknum í síðasta leik og er ekki í hópnum í dag vegna mjaðmameiðsla. Fimm breytingar eru á liði Luton sem tapaði 5-1 gegn Man City.

Sheffield United fær Burnley í heimsókn í viðureign tveggja neðstu liða deildarinnar. Tvær breytingar eru á liði Sheffield, James McAtee og Vini Souza koma inn í liðið eftir 2-0 tap liðsins gegn Brentford. Mason Holgate og Yasser Larouci fá sér sæti á bekknum.

Dara O'Shea kemur aftur inn í lið Burnley eftir að hafa tekið út leikbann. Þá er Arijanet Muric áfram í markinu þrátt fyrir afdrifarík mistök í undanförnum leikjum. Jóhann Berg Guðmundsson er á bekknum.

Luton: Kaminski, Osho, Mengi, Kabore, Doughty, Clark, Barkley, Lokonga, Chong, Morris.

Brentford: Flekken, Roerslev, Pinnock, Lewis-Potter, Collins, Ajer, Reguilon, Damsgaard, Janelt, Jense, Mbeumo, Wissa.


Sheffield Utd: Grbic, Bogle, Ahmedhodzic, Trusty, Souza, McAtee, Hamer, Alblaster, Osborn, Brereton Diaz, McBurnie.

Burnley: Muric, Assignon, O'Shea, Esteve, Taylor, Vitinho, Cullen, Berge, Larsen, Odobert, Foster.


Athugasemdir
banner
banner