Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - KR getur sigrað þriðja leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og fara tveir þeirra fram í Bestu deild karla.

HK spilar þar heimaleik gegn FH í Kórnum áður en KR mætir Fram á AVIS vellinum í Laugardal, þar sem grasvöllurinn í Frostaskjóli er ekki tilbúinn eftir kaldan aprílmánuð.

KR er eitt af þremur liðum Bestu deildarinnar sem tókst að sigra tvo fyrstu leiki tímabilsins en Framarar hafa sýnt flotta takta á upphafi tímabils og má því búast við hörku baráttu í Laugardalnum.

Þá fara tveir fyrstu leikir ársins fram í Mjólkurbikar kvenna, þar sem Haukar taka á móti ÍR á meðan Dalvík/Reynir fær Einherja í heimsókn.

Besta-deild karla
14:00 HK-FH (Kórinn)
16:15 KR-Fram (AVIS völlurinn)

Mjólkurbikar kvenna
14:00 Haukar-ÍR (BIRTU völlurinn)
14:00 Dalvík/Reynir-Einherji (Dalvíkurvöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    Fram 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
5.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Stjarnan 4 2 0 2 3 - 5 -2 6
8.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
9.    Valur 4 1 2 1 3 - 2 +1 5
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 4 0 1 3 4 - 10 -6 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner