Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   sun 21. apríl 2024 20:16
Matthías Freyr Matthíasson
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tilfinningin er ógeðslega góð maður. Geggjað, það er ekkert skemmtilegra en að skora mörk og mér finnst geggjað að við séum að vinna sannfærandi heima fyrir okkar fólk og við vildum gera það. Byrja heimavallahrinuna okkar af miklum krafti og sýna góða frammistöðu fyrir framan fólkið okkar sagði Hinrik Harðarson leikmaður ÍA sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í efstu deild í góðum 5 - 1 sigri á Fylki.


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Það er ótrúlega mikil ábyrgð sem fylgir því að vera kominn í ÍA og við viljum gera alvöru hluti og það er mikil krafa á að maður sé að leggja sig 100% fram og maður vill vera í þannig umhverfi og yndislegt að vera kominn hingað.

Rétt áður en þú skorar að þá fellur þú við inn í teignum, var það vítaspyrna?

Já ég er að fá boltann á rosa mikilli ferð og er að fara að skjóta á markið og dett úr jafnvægi við snertingu á bakið og ég ræddi við Pétur (dómara) og aðstoðardómarann og þeir voru alveg á því skiluru, en voru ekki 100% og hefðu þá þurft að reka hann af velli líka og þeir vildu ekki gera það. 

Fyrsta markið komið, af hvað mörgum?

Vonandi mörgum. Bara eins mörgum og ég get en það er mikilvægast að við séum að vinna leiki núna og auðvitað er það mitt markmið að geta komið að sem flestum mörkum.

Nánar er rætt við Hinrik í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner