Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
   sun 21. apríl 2024 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum í deildinni sem hafa allir farið fram á heimavelli. Liðið tapaði gegn nýliðum Vestra í dag. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason varnarmann liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Vestri

„Ég er drullu pirraður, helst út í okkur sjálfa, mér fannst við ekki spila vel í dag. Það er hægt að kenna miklum vind og aðstæðum eitthvað um en það breytir því ekki að mér fannst menn ekki vera tilbúnir í dag og áttum ekkert skilið að fá út úr þessum leik," sagði Ívar Örn.

„Mér fannst við verjast mjög vel. Eitt svona lúðamark segir ekkert til um það hvernig varnarleikurinn okkar var, hann var til fyrirmyndar. Svona er bara fótboltinn, þetta er fyrst og síðast heppni. Hún virkar á báða vegu og þetta hlítur á endanum að jafnast út og þetta fari að detta okkar megin."

KA fór alla leið í úrslit Mjólkurbikarsins á síðustu leiktíð en næsti leikur liðsins er gegn ÍR í bikarnum. Liðið ætlar sér að gera góða hluti í bikarnum í ár.

„Þetta er auðvitað áhyggjuefni. Við höfðum klárlega hugsað okkur að vera með fleiri stig en eitt eftir þrjár umferðir. Næst er það bikarleikur og við ætlum að halda áfram að fara langt í honum. Það verður sett full áhersla á ÍR í miðri viku, það er ekkert hægt að vorkenna sjálfum sér lengi frameftir viku. Þú hefur daginn í dag til að fara heim og grenja svo áfram gakk," sagði Ívar Örn.


Athugasemdir
banner
banner