Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 23. apríl 2024 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Beckham að fá öflugan leikmann til Inter Miami
Matias Rojas er á leið til Miami
Matias Rojas er á leið til Miami
Mynd: Getty Images
David Beckham, eigandi Inter Miami í Bandaríkjunum, er að landa paragvæska landsliðsmanninum Matias Rojas til félagsins en þetta kemur fram í Athletic.

Rojas er 28 ára gamall sóknartengiliður sem getur einnig spilað á hægri vængnum.

Inter Miami er að ganga í gegnum mikil meiðslavandræði og var því ákveðið að fara í viðræður við Rojas sem er án félags eftir að hafa rift við Corinthians í Brasilíu.

Leikmaðurinn var í deilum við félagið vegna vangoldina launa sem varða ímyndarrétt hans og var því komist að samkomumlagi um að rifta.

Rojas hefur áður verið á mála hjá Racing Club í Argentínu, þar sem hann gerði frábæra hluta og vann Ofurbikarinn tvisvar, ásamt því að hafa spilað með Defensa, Lanús og síðan Cerro Porteno í heimalandinu.

Miami vonast til að ganga frá viðræðum við hann á næstu dögum en Tata Martino, þjálfari liðsins, vildi lítið segja er hann var spurður út í komu Rojas á dögunum, en bjóst þó við frekari fregnum á næstu sólarhringum.

Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Paragvæ fyrir fimm árum en á þeim árum hefur hann spilað 16 leiki og skorað 1 mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner