Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. apríl 2024 18:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Salah og Nunez snúa aftur - Rashford fjarverandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það er hörku grannaslagur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Everton fær Liverpool i heimsókn en liðin berjast á sitthvorum endanum í töflunni.


Jurgen Klopp kom mikið á óvart í liðsvali sínu þegar Liverpool vann Fulham 3-1. Hann gerir sex breytingar á liðinu í kvöld, Mohamed Salah, Darwin Nunez, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai, Curtis Jones og Ibrahima Konate koma allir inn í liðið.

Diogo Jota er aftur kominn á meiðslalistann. Þá er Cody Gakpo fjarverandi þar sem hann er nýbakaður faðir. Ryan Gavenberch, Jarrel Quansah, Wataru Endo og Harvey Elliott setjast á bekkinn.

Dominic Calvert-Lewin varð fyrir meiðslum í síðasta leik Everton gegn Nottingham Forest en hann er klár í slaginn. Beto er fjarvernadi eftir að hafa rotast í leiknum.

Marcus Rashford er ekki í leikmannahópi Man Utd sem mætir Sheffield Utd vegna meiðsla. Christian Eriksen byrjar sinn fyrsta leik síðan í janúar. Wes Foderingham kemur aftur í markið hjá Sheffield eftir að Ivo Grbic fékk á sig fjögur mörk gegn Burnley um helgina.

Everton: Pickford, Godfrey, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Gana, Garner, Doucoure, Harrison, McNeil, Calvert-Lewin

Liverpool: Alisson, Robertson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Konate, Szoboszlai, Jones, Mac Allister, Diaz, Nunez, Salah


Man Utd: Onana; Dalot, Maguire, Casemiro, Wan-Bissaka; Mainoo, Eriksen; Antony, Fernandes, Garnacho; Hojlund.

Sheff Utd: Foderingham; Holgate, Ahmedhodzic, Trusty; Bogle, Hamer, Arblaster, Osborn, Brooks; Brereton Diaz, Archer.


Wolves: Sa, Semedo, S Bueno, Kilman, Toti, Ait-Nouri, Lemina, Gomes, Doyle, Sarabia, Hwang.

Bournemouth: Travers, Smith, Senesi, Zabarnyi, Kerkez, Cook, Christie, Scott, Semenyo, Solanke, Kluivert.


Crystal Palace: Henderson, Clyne, Andersen, Richards, Munoz, Wharton, Hughes, Mitchell, Ayew, Eze, Mateta.

Newcastle: Dubravka, Jacob Murphy, Krafth, Schar, Burn, Longstaff, Bruno Guimaraes, Anderson, Gordon, Isak, Barnes. 


Athugasemdir
banner
banner