Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Dyche um leikstíl sinn: Snýst um að ná úrslitum
Sean Dyche á æfingasvæðinu.
Sean Dyche á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche segist ekki verða dæmdur af leikstílnum hjá Everton. Verkefnið snúist um að sækja þau úrslit sem þarf til að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Fjárhagsvandræði Everton hafa verið mikið til umfjöllunar en liðið tók stórt skref í átt að áframhaldandi veru í deild þeirra bestu með því að vinna 2-0 sigur gegn Liverpool í vikunni.

„Ég vil spila fallegan fótbolta ef ég get það, en mikilvægast er að spila árangursríkan fótbolta. Ég þarf að finna leiðir til að vinna. Það er ekki tími fyrir einhvern stæl, nú er tími til að vinna," segir Dyche.

„Ég er að reyna að skapa grunn til að vinna úr. Ef ég næ því og félagið kemst á betri stað þá er hægt að þróa leikstíl. En núna er ég með marga ólíka leikmenn sem ólíkir stjórar fengu hingað. Það er erfitt að búa til heild úr því og vinna leiki."

„Ég er hrifinn af beinskeyttum fótbolta. Fólk heldur að það þýði að þruma boltanum fram en svo er alls ekki. Ég vil að menn snúi sér fram völlinn og spili að marki andstæðingsins. Það er beinskeyttur fótbolti. Að senda boltann á milli fyrir utan teig er ekki fyrir mig. Ég er ekki hrifinn af því, hvorki sem stjóri né áhorfandi."

Everton væri búið að tryggja áframhaldandi veru í deildinni ef ekki væri búið að draga átta stig af liðinu vegna fjárhagsbrota.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner