Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Breskir þingmenn blanda sér í bikarumræðuna
Rishi Sunak.
Rishi Sunak.
Mynd: Getty Images
Sir Keir Starmer.
Sir Keir Starmer.
Mynd: EPA
Það hefur verið mikil umræða um enska bikarinn eftir að enska fótboltasamanbandið tilkynnti að jafnteflisleikir í bikarnum yrðu ekki lengur endurspilaðir eins og hefur tíðkast. Þeir munu fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Umræðan hefur borist alla leið inn á breska þingið, þar sem skrifstofa forsætisráðherra er búin að gefa yfirlýsingu frá sér auk þess sem ýmsir þingmenn hafa tjáð sig um málið.

„Davíð og Golíat viðureignir eru mikilvægur partur af þeim sjarma sem einkennir enska bikarinn og við vitum að endurspilaðir jafnteflisleikir hafa verið mikilvæg tekjulind fyrir smærri félög í gegnum árin," sagði talsmaður forsætisráðherraembættis Bretlands í gær.

„Þetta er ákvörðun sem fótboltayfirvöld þurfa að taka en það þarf rökstuðning frá enska fótboltasambandinu og ensku úrvalsdeildinni. Það þarf að útskýra hvernig þessi ákvörðun á að vera jákvæð fyrir áhorfendur og stuðningsfólk. Við tökum stuðningi okkar við grasrót enska fótboltans mjög alvarlega."

Rishi Sunak er forsætisráðherra Bretlands en Sir Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins sem leiðir stjórnarandstöðuna og stuðningsmaður Arsenal, hefur tjáð sig um málið.

„Sögulega þá hafa endurteknir leikir verið mikilvægir fyrir smærri félög auk þess að vera partur af ríkri hefð keppninnar. Mörg af þessum smærri félögum eiga í miklum fjárhagsörðugleikum og þau eiga skilið að hafa möguleika á auknum tekjumöguleikum í bikarnum.

„Þau þurfa þennan pening og eiga hann skilið. Ef smærri félög hafa spilað nógu vel til að ná í jafntefli þá eiga þau skilið að endurspila leikinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner