Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 22. apríl 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Páll: Mótanefnd KSÍ samþykkti þetta og við þurfum bara að taka því
Úr höllinni í gær.
Úr höllinni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Grasvöllurinn í gær.
Grasvöllurinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér eða vera eitthvað að grenja yfir því. Þetta er bara eitthvað sem mótanefnd KSÍ samþykkir og við þurfum bara að taka því," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í viðtali við Fótbolta.net í gær þegar hann var spurður út í að leikur liðsins gegn ÍA fór fram í Akraneshöllinni.

Heimavöllur ÍA, ELKEM völlurinn var ekki klár fyrir leikinn í gær og Akraneshöllin er varavöllur félagsins. ÍA hefur ekki oft spilað í höllinni á Íslandsmótinu, en það hefur þó gerst.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Hefðuð þið viljað skipta við Skagamenn og spila í Árbænum frekar?

„Það bara stóð ekki til boða, við vorum ekkert spurðir að því. Það hefði líka verið slæmt fyrir okkur að spila fjóra heimaleiki í röð og eiga þá alla (útileikina) í seinni umferðinni. Þetta er bara svona, svona er boltinn og þeir niðri í KSÍ ákveða hvernig verður spilað. Það er ekkert að þessum aðstæðum í sjálfu sér nema það er lágt til lofts. Það var ágætis stemning hérna, allavega í fyrri hálfleik," sagði Rúnar léttur.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var spurður út í umræðuna um höllina.

„Mér finnst hún eðlileg og upp að vissu marki, en ég er búinn að fara á mjög marga leiki í þessum fyrstu umferðum í deildinni og margir þessara leikja eru leiknir við mjög slæmar aðstæður. Þetta eru sannarlega ekki verstu aðstæðurnar sem við höfum spilað í og samt eru bara þrír leikir búnir. En auðvitað skilur maður umræðuna og í grunninn er þetta æfingahöll , en við fengum grænt ljós á að spila fyrsta heimaleikinn á tímabilinu hérna fyrir framan okkar fólk, frábær umgjörð hérna fyrir utan og fullt af fólki sem hefur lagt hönd á plóg við að gera umgjörðina eins góða og mögulega hún getur orðið. Hún hefði aldrei verið það hérna út á velli, það er klárt. Við spiluðum út á velli í fyrra og það var bara hreinasta hörmung," sagði Jón Þór.
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner