Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 10:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Strax kominn með fjögur spjöld - „Ótrúlegt sama hvort hann eigi það skilið eða ekki"
Oliver Ekroth.
Oliver Ekroth.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóri skaut á línu dómaranna.
Dóri skaut á línu dómaranna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth varð í gær fyrsti leikmaðurinn til að næla sér í fjögur gul spjöld á Íslandsmótinu og er því á leið í bann, fékk sitt fjórða spjald á gegn Breiðabliki í gær. Oliver nær þessum merka áfanga í einungis þremur deildarleikjum en hann fékk einnig gult spjald í leiknum gegn Val í meistarakeppni KSÍ og það spjald gildir inn í mótið.

Sá sænski verður því í leikbanni þegar Víkingur tekur á móti KA í fjórðu umferð Bestu deildarinnar um næstu helgi.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Komið var inn á Oliver Ekroth í þjálfaraviðtölunum eftir leik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í þá reglu að leikmaður taki með sér spjald úr leik sem fer fram áður en deildin hefst.

„Þetta er bara gömul regla sem verður kannski að breyta. En á meðan það er ekki gert er erfitt að kvarta eitthvað, við vissum hana fyrirfram. Fjögur gul spjöld fyrir hann á þessum tímapunkti er ótrúlegt sama hvort hann eigi það skilið eða ekki. Það er ótrúlegt. En við dílum við hann, erum með leikmenn sem koma í staðinn fyrir hann,“ sagði Arnar við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, talaði um miðverði Víkinga; Oliver Ekroth og Gunnar Vatnhamar í viðtalinu við Fótbolta.net eftir leik.

„Það er allur gangur á því hvernig línan er hjá dómurum. Hvort að Ekroth eða Vatnhamar megi keyra í bakið á mönnum eða ekki. Þeir máttu það í dag og þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir framherjana mína að taka á móti boltanum og það gekk ekki alveg eins og við vildum," sagði Dóri.
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner