Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ter Stegen vill innleiða marklínutækni - „Skammarlegt"
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Leikmenn Barcelona voru brjálaðir yfir ákvörðun dómarans að taka mark af Lamine Yamal í erkifjendaslagnum gegn Real Madrid í gær. Marc Andre Ter Stegen vill innleiða marklínutækni í spænska boltann.


Yamal virtist setja boltann í markið eftir tæplega hálftíma leik og koma Barcelona í 2-1 en markið var dæmt ógilt þar sem VAR taldi að boltinn hafi ekki verið farinn yfir línuna.

Marklínutæknin er notuð í langflestum af stærstu deildum Evrópu en ekki á Spáni. Ter Stegen tjáði sig um atvikið eftir leikinn.

„Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvað gerðist. Þetta er skammarlegt fyrir fótboltann. Það er hellingur af peningum í þessum iðnaði en ekki fyrir það sem er mikilvægt," sagði Ter Stegen.

„Ég skil ekki hvernig þeir hafa ekki efni á að innleiða tæknina sem aðrar deildir hafa."

Xavi tók undir með Ter Stegen.

„Ef við viljum segja að þetta sé besta deild í heimi þá þurfum við tæknina. Allir hafa séð þetta. Hvað get ég sagt? Deildin getur refsað mér. Myndirnar eru þarna, þetta er algjört óréttlæti," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner
banner
banner