Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. apríl 2024 22:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Bergmann í Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alex Bergmann Arnarsson er genginn í raðir Gróttu og getur spilað með liðinu á morgun þegar liðið mætir Þór í Mjólkurbikarnum.

Alex hefur æft með Gróttu að undanförnu og er búið að ganga frá félagaskiptunum.

Hann kemur frá Njarðvík þar sem hann rifti samningnum á dögunum.

Hann er 24 ára varnarmaður sem var á síðasta tímabili var í byrjunarliði Njarðvíkur í 19 af 22 leikjum í Lengjudeildinni.

Alex hefur á sínum ferli leikið með Njarðvík, ÍR, Víkingi Ólafsvík, Fram og Fjarðabyggð.

Grótta tekur á móti Þór í 32-liða úrslitum bikarsins á morgun og svo hefst Lengjudeildin í næstu viku.

Athugasemdir
banner