Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. apríl 2024 17:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forest fær svör frá sambandinu á næstu dögum
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest mun fá niðurstöðu úr áfrýjun félagsins á næstu dögum. Félagið fékk refsingu fyrir brot á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar í síðasta mánuði og voru fjögur stig dregin af liðinu.


Forest er í 17. sæti deildarinnar með 26 stig sem stendur en ef liðið fær öll stigin til baka er liðið með jafn mörg stig og Everton sem er í sætinu fyrir ofan.

Kærunefnd hefur fengið sjö daga til að komast að niðurstöðu í málinu.

Forest hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir leik liðsins gegn Everton um síðustu helgi þar sem félagið hraunaði yfir, Stuart Attwell, VAR dómara leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner