PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   lau 27. apríl 2024 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen getur ekki tapað
Mynd: EPA
Bayer 2 - 2 Stuttgart
0-1 Chris Fuhrich ('47 )
0-2 Deniz Undav ('57 )
1-2 Amine Adli ('62 )
2-2 Robert Andrich ('90 )

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen er ekki ætlað að tapa á þessari leiktíð en liðið bjargaði sér enn og aftur á lokamínútuninni er það gerði 2-2 jafntefli við Stuttgart í dag.

Chris Fuhrich og Deniz Undav komu Stuttgart í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Amine Adli minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 62. mínútu og var útlit fyrir að liðið væri að fara tapa sínum fyrsta leik á tímabilinu, en Robert Andrich hélt ekki.

Aukaspyrna Leverkusen datt fyrir Andrich í teignum sem hamraði boltanum í netið.

Leverkusen bara getur ekki tapað og er því áfram taplaust í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Þýskt efstu deildar lið hefur ekki farið taplaust í gegnum tímabil eftir sameiningu Þýskalands. Berliner FC Dynamo náði þessu afreki síðast í Austur-Þýskalandi árið 1983.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 32 26 6 0 82 23 +59 84
2 Stuttgart 33 22 4 7 74 39 +35 70
3 Bayern 32 22 3 7 90 41 +49 69
4 RB Leipzig 33 19 7 7 75 37 +38 64
5 Dortmund 33 17 9 7 64 43 +21 60
6 Eintracht Frankfurt 33 11 13 9 49 48 +1 46
7 Freiburg 33 11 9 13 44 56 -12 42
8 Hoffenheim 32 11 7 14 56 64 -8 40
9 Heidenheim 33 9 12 12 46 54 -8 39
10 Augsburg 33 10 9 14 49 58 -9 39
11 Werder 33 10 9 14 44 53 -9 39
12 Wolfsburg 32 10 7 15 40 51 -11 37
13 Gladbach 33 7 13 13 56 63 -7 34
14 Bochum 32 7 12 13 41 65 -24 33
15 Mainz 33 6 14 13 36 50 -14 32
16 Union Berlin 33 8 6 19 31 57 -26 30
17 Köln 33 5 12 16 27 56 -29 27
18 Darmstadt 32 3 8 21 30 76 -46 17
Athugasemdir
banner
banner