Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea vill 35 milljónir fyrir Maatsen
Maatsen hefur komið að 4 mörkum í 17 leikjum með Dortmund.
Maatsen hefur komið að 4 mörkum í 17 leikjum með Dortmund.
Mynd: EPA
Búist er við að hollenski vængbakvörðurinn fjölhæfi Ian Maatsen muni yfirgefa Chelsea í sumar, en hann hefur verið að gera góða hluti á láni hjá Borussia Dortmund á seinni hluta tímabils.

Maatsen er 22 ára Hollendingur sem getur spilað í öllum stöðum á vinstri væng vallarins. Hann á 16 leiki að baki fyrir Chelsea en gerði frábæra hluti á láni hjá Coventry og Burnley í Championship deildinni á síðustu tveimur tímabilum.

Honum tókst ekki að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Chelsea undir stjórn Mauricio Pochettino síðasta haust og var í kjölfarið lánaður til Dortmund í janúar. Þar hefur hann unnið sér inn byrjunarliðssæti og var mikilvægur í dýrmætum sigri Dortmund gegn Atlético Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

Maatsen á rúmlega tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea, sem vill fá 35 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Maatsen hefur ekki fengið tækifæri með A-landsliði Hollands en er lykilmaður í U21 liðinu.
Athugasemdir
banner
banner