Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már lagði upp - Sigur gegn toppliðinu tryggði umspilssæti
Mynd: Getty Images
Mynd: Aðsend
Mynd: EPA
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins víðsvegar um Evrópu, þar sem Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði NAC Breda í næstefstu deild hollenska boltans.

Elías Már byrjaði í sóknarlínu Breda og lagði hann upp mark undir lok fyrri hálfleiks til að taka forystuna á útivelli gegn Den Bosch, en lokatölur urðu 2-2.

Þetta er dýrmætt stig fyrir Elías og félaga sem eru í harðri baráttu um umspilssæti, en gengi liðsins hefur verið hrikalegt að undanförnu þar sem síðasti sigur kom 15. mars.

Breda er tveimur stigum fyrir ofan næstu lið fyrir neðan þegar þrjár umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Í næstefstu deild í Belgíu tókst Patro Eisden að tryggja sér umspilssæti með fræknum sigri á útivelli gegn toppliði deildarinnar í lokaumferð venjulegs deildartímabils.

Stefán Ingi Sigurðarson kom inn af bekknum á 69. mínútu í stöðunni 0-0. Leslie Bamona var skipt inn á sama tíma og tókst honum að skora eina mark leiksins á 83. mínútu.

Patro Eisden spilaði frábæran leik gegn toppliðinu og endar í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur stigum frá beinum þátttökurétti í efstu deild.

Það verður spennandi að fylgjast með Patro Eisden í umspilinu og NAC Breda ef þeir komast þangað.

Albert Guðmundsson var að lokum í byrjunarliði Genoa sem tapaði 0-1 gegn Lazio í efstu deild ítalska boltans.

Albert er lykilmaður í liði Genoa en honum tókst ekki að skora gegn Lazio. Hann lék allan leikinn í tapinu, en Genoa siglir lygnan sjó í neðri hluta Serie A deildarinnar, tólf stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Den Bosch 2 - 2 NAC Breda

Beerschot 0 - 1 Patro Eisden

Athugasemdir
banner
banner