Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 21:40
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Már í ÍA (Staðfest)
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson er genginn til liðs við ÍA en þetta var staðfest á herrakvöldi félagsins sem nú stendur yfir. Rúnar mætti upp á svið.

Þessi gríðarlega reynslumikli miðjumaður, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður til fjölda ára, hefur skrifað undir samning við Skagamenn til loka tímabilsins 2026 en hann er 33 ára.

Rúnar Már hefur leikið 32 A-landsleiki og skoraði í þeim 2 mörk. Hann spilaði sem atvinnumaður í Svíþjóð, Sviss, Rúmeníu og Kasakstan. Spilaði hann 271 leik og skoraði í þeim 60 mörk og gaf 42 stoðsendingar. Á þessum tíma vann Rúnar Már deildina í Rúmeníu tvisvar sinnum, deildina í Kasakstan einu sinni og varð meistari meistaranna bæði í Rúmeníu og Kasakstan. Hann spilaði í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar og eru Evrópuleikirnir 29, 9 mörk og 5 stoðsendingar.

„Rúnar Már mun koma til með að styrkja lið ÍA verulega og er mikil tilhlökkun að fá að fylgjast með honum næstu ár," segir í tilkynningu ÍA.

ÍA er með þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deildinni en liðið mætir Fylki í Akraneshöllinni á sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner