Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Eiríkur Blöndal (Þróttur R.)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búinn til fyrir Love Island.
Búinn til fyrir Love Island.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efnilegur og þekkir það að eiga eyju.
Efnilegur og þekkir það að eiga eyju.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Strax aftur heim?
Strax aftur heim?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er svo sannarlega ekki allra
Er svo sannarlega ekki allra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á auðvelt með að slá á létta strengi
Á auðvelt með að slá á létta strengi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erfiður.
Erfiður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 8. sætinu í sumar.

Eiríkur er uppalinn Blikien skipti í Þrótt fyrir tímabilið 2021 og er því á leið inn í sitt fjórða tímabil. Hann hefur spilað alla deildarleiki fyrir utan einn frá komu sinni í Laugardalinn. Hann er bakvörður sem á að baki 115 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað sjö mörk.

Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Eiríkur Þorsteinsson Blöndal

Gælunafn: Eiki eða Blö

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2018 með Breiðablik, man lítið úr leiknum.

Uppáhalds drykkur: Pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: Xo

Hvernig bíl áttu: á ekki bíl

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ekki í augnablikinu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break eða suits

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra

Uppáhalds hlaðvarp: Vaktinn og Doc

Uppáhalds samfélagsmiðill: Twitter/X-ið

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net

Fyndnasti Íslendingurinn: Bjöggi Stef

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „maturinn er 18:30“ frá pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hef séð menn brenna sig á þessu þannig ætla að halda öllu opnu bara

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Tryggvi Hrafn var erfiður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir en ætla að segja bæði Venni og Jökull Elísabetar, þjálfaði mig í Augnablik

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Baldur Hannes á æfingum, hann er ekki allra

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Gerrard og Messi voru svona aðal

Sætasti sigurinn: vinna bikarinn með 2.flokk í Akraneshöllinni 2019

Mestu vonbrigðin: Að falla með Þrótti 2021

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tek Hinrik Harðar heim

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kári Kristjánsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Aron Snær Ingason er huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Valgerður Lilja Arnarsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Hlynur Þórhallsson, hann er galinn

Uppáhalds staður á Íslandi: Avis völlurinn í góðu veðri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fékk rautt spjald á móti Völsungi 2022 fyrir að kalla dómarann trúð.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Fer oft í göngutúr á leikdegi

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist vel með formúlunni, var mikill Nba maður líka en hef aðeins dottið út úr því nýlega

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Dönsku, kann ekkert í henni

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið þegar ég kom inná í hálfleik á móti Val í leik með Breiðablik í einhverju undirbúningsmóti árið 2019, ég var svo lélegur langaði bara að hverfa

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tek Bjögga Stef, Birkir Björns og Kára Kri. Bjöggi því hann er góður að afla sér matar, Kári því hann á sjálfur eyju og Birki af því að hann er mikill survivor kall, kæmi okkur líklegast af eyjunni

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Vel Emil Skúla Einarsson í Love Island, hann var búinn til fyrir þann þátt

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: fæddist á 9/11

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hlynur Þórhallsson, ég vissi ekki að einn maður gæti gefið svona mikið af sér

Hverju laugstu síðast: Ég laug að sjálfum mér að ég ætlaði að læra í kvöld

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: ætli það sé ekki þegar við æfum föst leikatriði, stend alltaf bara á miðjunni og fæ ekki að vera með

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi biðja Alonso um að hætta þessum leikþætti sínum og taka við Liverpool í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner