Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 21:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurður Egill frá næstu vikurnar - „Ekki hefðbundin tognun"
Siggi Lár.
Siggi Lár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson fór af velli snemma leiks gegn Stjörnunni fyrir viku síðan. Siggi var þar að snúa til baka eftir að hafa misst út einn leik.

Hann verður ekki með í næstu leikjum Vals en þetta staðfesti Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Fótbolta.net.

„Siggi segist vera helvíti fínn og finnur ekki neitt. Þetta er mjög sérstakt, allavega hvernig þetta lýsir sér, þá er þetta ekki hefðbundin tognun. Þetta er eins og hann fái rafstraum," sagði Arnar.

„Þegar þetta gerðist fyrst þá voru þetta u.þ.b. tvær vikur. Hann var búinn að æfa tvær fullar æfingar og ekkert vesen. Svo kemur hann út í æfingu, teygir sig eitthvað og svo fær hann aftur rafstraum, heldur svo áfram. Svo kemur bara strax á 2. mínútu í leiknum gegn Stjörnunni og þá vippar hann sér bara út af."

„Núna er komin vika og honum líður mjög vel. En ég hugsa að við tökum aðeins lengri tíma núna svo við séum ekki að lenda í þessu aftur. Það er líka bæði fyrir hann, og fyrir okkur, að lenda í því að þurfa að taka mann út af svona snemma leiks er aldrei gott."


Er horft í þetta dag frá degi eða er einhver endurkomudagsetning?

„Hann er bara hjá Einari (sjúkraþjálfara) sem sér um hann. Ég hugsa að þetta verði allavega tvær vikur í viðbót," sagði þjálfarinn.

Sigurður Egill er 32 ára og hefur síðustu tímabil spilað í vinstri bakverðinum í liði Vals.
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Athugasemdir
banner