Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Sancho er frábær leikmaður, það er ekki vandamálið
Jadon Sancho í leik með Dortmund.
Jadon Sancho í leik með Dortmund.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho og félagar í Borussia Dortmund eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir samtals 5-4 sigur gegn Atletico Madrid í 8-liða úrslitunum.

Sancho er hjá Dortmund á lánssamningi frá Manchester United. Samband hans og Erik ten Hag stjóra United er ekki gott og Hollendingurinn var ósáttur við hugarfar leikmannsins.

Erik ten Hag var spurður út í frammistöðu Sancho með Dortmund á fréttamannafundi í morgun.

„Auðvitað fylgist ég með, ég fylgist með alþjóðlegum fótbolta og leikmönnunum sem eru á láni hjá öðrum félögum. Leikur Dortmund og Atletico Madrid var frábær skemmtun og frammistaða Dortmund verulega góð. Einnig hjá Jadon, sem eru góðar fréttir. Hann hjálpaði Dortmund að ná þessum úrslitum,“ sagði Ten Hag.

Hann var spurður að því hvort eitthvað hefði breyst varðandi framtíð Sancho á Old Trafford?

„Nei, en við vitum að Sancho er frábær fótboltamaður. Það kemur okkur ekki á óvart. Það er ekki vandamálið."
Fyrr á tímabilinu var Jadon Sancho settur í frystinn eftir að hann sakaði Ten Hag um lygar með færslu á samfélagsmiðlinum X.
Athugasemdir
banner
banner
banner