Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 31. október 2023 09:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: BBC 
Gjörsamlega mögnuð met í eigu Messi
Lionel Messi með áttunda gullboltann sinn.
Lionel Messi með áttunda gullboltann sinn.
Mynd: EPA
Algjör goðsögn fyrir land og lið.
Algjör goðsögn fyrir land og lið.
Mynd: Getty Images
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti fótboltamaður sögunnar. Það er allavega ekki hægt að halda öðru fram en að hann sé einn af þeim bestu hið minnsta.

Í gær fékk hann sín áttundu Ballon d'Or verðlaun, hann er með þremur gullboltum meira en næsti maður í sögunni.

Messi var lykilmaður í sigri Argentínu á HM í Katar, áður en hann sagði skilið við evrópskan fótbolta og fór til Inter Miami í Bandaríkjunum.

Messi, sem er 36 ára, á nokkur met sem verða líklega aldrei slegin en BBC tók saman nokkra af hans stærstu áföngum.

8 - Ballon d'Or verðlaun
Messi var magnaður þegar Argentína vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil síðan 1986. Messi vann sinn áttunda Ballon d'Or gullknött sem besti fótboltamaður heims. Næstflesta gullbolta á Cristiano Ronaldo, fimm talsins, en Portúgalinn komst ekki einu sinni á 30 manna listann í ár. Þeir tveir hafa nánast einokað þessi verðlaun í mörg ár en nú er að verða breyting á.

50 - Flest mörk á einu tímabili í La Liga
50 mörk Messi í 37 leikjum fyrir Barcelona 2011-12 er ekki bara met í spænsku deildinni heldur er einnig met í stærstu deildarkeppnum í Evrópu síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð. Síðan La Liga var stofnuð 1929 hafa aðeins þrír leikmenn náð 40 marka múrnum. Messi og Cristiano Ronaldo náðu því tvisvar og Luis Suarez fyrir sjö árum.

73 - Flest mörk á einu tímabili í öllum keppnum
Á þessu metári sínu 2011-12 skoraði Messi alls 73 mörk á tímabilinu. Enginn hefur komist nálægt því síðan. Erling Haaland skoraði 52 mörk á síðasta tímabili.

120 - Flest Meistaradeildarmörk fyrir eitt félag
Messi er í öðru sæti þegar kemur að flestum mörkum í sögu Meistaradeildarinnar, hann er með 120 mörk en Cristiano Ronaldo er með 140. Báðir hafa þeir væntanlega spilað sinn síðasta leik í keppninni. En mörkin 120 hjá Messi eru flest mörk skoruð fyrir eitt félag. Ronaldo skoraði 105 mörk í keppninni fyrir Real Madrid. Það er sjaldgæft að leikmenn í dag haldi tryggð við eitt félag og erfitt að sjá þetta met Messi slegið í bráð.

106 - Flest mörk fyrir Argentínu
Langmarkahæstur í sögu argentínska landsliðsins, og hann er ekki hættur. Hann hefur skorað 48 mörkum meira en fyrrum methafi, Gabriel Omar Batistuta. Mun þetta markamet Messi fyrir Argentínu standa að eilífu?

   30.10.2023 21:42
Messi bestur í heimi - Emi Martínez besti markvörðurinn

Athugasemdir
banner
banner