Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 05. ágúst 2017 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi tekur ekki þátt í síðasta æfingaleik Swansea
Gylfi hefur spilað einn leik á undirbúningstímabilinu.
Gylfi hefur spilað einn leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi Swansea sem mætir Sampdoria í sínum síðasta æfingaleik fyrir ensku úrvalsdeildina, sem hefst um næstu helgi. Leikurinn í kvöld er á Liberty-leikvanginum.

Þetta ýtir undir það að Gylfi sé á leið til Everton.

Hann hefur reyndar verið á leið til Everton í allt sumar, en fréttir síðustu daga benda til þess að (Staðfest) sviginn sé að detta inn.

Gylfi hefur lítinn þátt tekið í undirbúningstímabili Swansea. Hann fór ekki með liðinu í æfingaferð Swansea til Bandaríkjanna vegna óvissunar um framtíð hans. Hann hefur síðan ekki tekið þátt í æfingarleikjum liðsins eftir að úr æfingarferðinni var komið.

Í gær komu fréttir um að Swansea hafi samþykkt 48 milljón punda tilboð í Gylfa, en ennþá hefur ekkert verið staðfest.

Mál Gylfa munu vonandi skýrast á næstu dögum.

Sjá einnig:
Vill að Gylfi verði leikmaður Everton í byrjun næstu viku





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner