Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
banner
banner
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
laugardagur 7. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
fimmtudagur 2. maí
Úrvalsdeildin
Chelsea - Tottenham - 18:30
EUROPA CONFERENCE LEAGUE: 1/2 final
Fiorentina - Club Brugge - 19:00
Aston Villa - Olympiakos - 19:00
EUROPA LEAGUE: Semifinal
Marseille - Atalanta - 19:00
Roma - Leverkusen - 19:00
fös 19.apr 2024 17:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Tók sama skref og fyrirmyndin eftir að hafa lent í mikilli brekku

Henríetta Ágústsdóttir er afar efnilegur miðjumaður sem er á leið inn í sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni eftir að hafa gengið í raðir Stjörnunnar frá HK í vetur. Hún tók þar sama skref og sín helsta fyrirmynd í fótboltanum. Henríetta lenti í miklu mótlæti í fyrra þegar hún ökklabrotnaði illa en hún hefur staðið sig vel í því að koma til baka og stefnir á að gera flotta hluti í sumar í nýju og spennandi umhverfi í Garðabænum.

Henríetta gekk í raðir Stjörnunnar í vetur.
Henríetta gekk í raðir Stjörnunnar í vetur.
Mynd/Stjarnan
Henríetta og Isabella Eva.
Henríetta og Isabella Eva.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK.
Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fagnar marki á síðasta ári.
HK fagnar marki á síðasta ári.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ömurlegt atvik.
Ömurlegt atvik.
Mynd/Aðsend
'Þetta var mjög 'scary'. Ég fann ekki sársauka út af adrenalíni. En þetta var samt svo sárt af því ég vissi þarna að ég myndi missa af EM með U19 landsliðinu. Ég var líka rosa spennt fyrir sumrinu því það var markmiðið hjá HK að fara upp þetta sumar'
'Þetta var mjög 'scary'. Ég fann ekki sársauka út af adrenalíni. En þetta var samt svo sárt af því ég vissi þarna að ég myndi missa af EM með U19 landsliðinu. Ég var líka rosa spennt fyrir sumrinu því það var markmiðið hjá HK að fara upp þetta sumar'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Allt 04 og 05 liðið var mjög samheldið og við vorum mjög góðar vinkonur allar. Ég er mjög þakklát fyrir þær'
'Allt 04 og 05 liðið var mjög samheldið og við vorum mjög góðar vinkonur allar. Ég er mjög þakklát fyrir þær'
Mynd/Aðsend
U19 landsliðið fagnar marki á EM.
U19 landsliðið fagnar marki á EM.
Mynd/Getty Images
Það er ekki alltaf hægt að vera jákvæð og geggjað peppuð í gegnum þetta. Það voru margir dagar þar sem ég er bara ein inn í styrktarsal og það var erfitt að sjá svo stelpurnar á fótboltaæfingu. Ég mætti á hverja einustu æfingu til að halda mér í félagsskapnum og ákveðinni rútínu. Það gerði þetta miklu auðveldara'
Það er ekki alltaf hægt að vera jákvæð og geggjað peppuð í gegnum þetta. Það voru margir dagar þar sem ég er bara ein inn í styrktarsal og það var erfitt að sjá svo stelpurnar á fótboltaæfingu. Ég mætti á hverja einustu æfingu til að halda mér í félagsskapnum og ákveðinni rútínu. Það gerði þetta miklu auðveldara'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henríetta í leik með HK í fyrra.
Henríetta í leik með HK í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Í leik með Stjörnunni í vetur.
Í leik með Stjörnunni í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirmyndin.
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirmyndin.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eyrún Embla Hjartardóttir.
Eyrún Embla Hjartardóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mig langar náttúrulega bara fyrst og fremst að koma mér 100 prósent aftur inn á völlinn. Ég vil standa mig vel. Síðasta tímabil átti svona svolítið að vera mitt tímabil og ég ætla að reyna að bæta upp fyrir það núna'
'Mig langar náttúrulega bara fyrst og fremst að koma mér 100 prósent aftur inn á völlinn. Ég vil standa mig vel. Síðasta tímabil átti svona svolítið að vera mitt tímabil og ég ætla að reyna að bæta upp fyrir það núna'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennandi að taka næsta skref með Stjörnunni.
Spennandi að taka næsta skref með Stjörnunni.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 5. sæti
Hin hliðin - Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)

„Systir mín var líka alltaf í fótbolta og pabbi var líka í fótbolta. Þetta var eitthvað sem lá beinast við fyrir mig. Það mætti segja að ég hafi verið smá gömul þegar ég byrjaði á fullu, ég var orðin níu ára. Ég byrjaði fyrst aðeins í Breiðabliki þegar ég var yngri en ég hætti því mér fannst það ekki spennandi þá. Svo fór ég í HK þegar ég var níu ára. Þá var ég með allar vinkonur mínar með mér. Til að byrja með snerist þetta bara um félagsskapinn," segir Henríetta í samtali við Fótbolta.net.

„Ég myndi segja að ég sé leikmaður sem berst mikið á miðsvæðinu. Ég vil vinna öll návígi, er dugleg að tala og hvetja liðsfélagana mína í kringum mig. Ég var svolítið í bakverðinum árið 2021 en núna er ég bara á miðsvæðinu."

Geggjað að alast upp í HK
Hún lék upp alla yngri flokkana með HK og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokki.

„Ég vildi stíga upp og ég vildi halda áfram að verða betri"

„Það var geggjað að alast upp í HK. Við vorum allar mjög góðar vinkonur. Við vorum fáar í hverjum flokki og vorum aldrei besta liðið. En ég kunni vel við mig í þessu umhverfi."

„Ég var fyrstu árin aldrei með þeim bestu á landinu en þegar ég var komin upp í 4. flokk þá varð áhuginn meiri og metnaðurinn varð meiri hjá mér. Ég spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn eftir að HK og Víkingur riftu samstarfi sínu. HK var þá þarna með sér meistaraflokk og ég spilaði ég fyrsta leikinn minn í æfingaleik 2019, beint eftir 4. flokk. Þetta var alveg stórt á þessum tíma, að fá að æfa með meistaraflokki og margar fyrirmyndir þar. Eins og til dæmis Isabella Eva, fyrirliðinn, og Karen Sturlu líka. Hún hjálpaði mér mikið. HK var í 2. deild á þessum tíma en það hjálpaði mér að fá tækifæri snemma," segir Henríetta og bætir vð:

„Ég fór að spila með meistaraflokki og ég fékk mikið sjálfstraust við að sjá að þjálfararnir og leikmennirnir í kringum mig hefðu trú á mér. Ég vildi stíga upp og ég vildi halda áfram að verða betri."

Ótrúlegt hvað þetta gekk fljótt
Henríetta, sem er fædd árið 2005, fór að spila meira með meistaraflokk HK árið 2021 og lék hún þá ellefu leiki í Lengjudeildinni. Það sumar var HK markatölunni frá því að falla en síðustu tvö árin hafa HK-ingar verið óheppnar að fara ekki upp.

„Það var mjög góður lærdómur"

„Það er ótrúlegt hvað þetta gekk fljótt. Fyrsta árið í Lengjudeildinni var mjög mikil brekka og við vorum einu marki frá falli. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið geggjað gaman. Maður fór í hvern leik til að reyna að falla ekki. En á sama tíma var fínt fyrir mig að fá reynsluna með meistaraflokki því ég var bara 15 eða 16 ára. Það var mjög góður lærdómur," segir Henríetta.

„Svo kemur Guðni inn og tekur við liðinu, en þá erum við bara nokkrum stigum frá því að fara upp. Það var rosalega gaman hjá okkur það sumar og ótrúlega mikil stemning í liðinu. Ég fékk stærra hlutverk sem var frábært og það féll flestallt með okkur. Árið á undan vorum við með þrjá þjálfara yfir tímabilið og það var meiri stöðugleiki sumarið 2022 eftir að Guðni tók við liðinu."

Man þetta alveg frekar vel
Á undirbúningstímabilinu í fyrra meiddist Henríetta afar illa. Það gerðist í leik gegn Fram og gat hún því ekkert spilað í fyrra. Hún missti af Evrópumótinu með U19 landsliðinu sem var mikið högg.

„þetta var samt svo sárt af því ég vissi þarna að ég myndi missa af EM"

„Síðasta ár var mjög mikil brekka. Ég man þetta alveg frekar vel. Ég var bara að fara í boltann og þetta var skrítið. Það var leikmaður að koma aftan að mér og ég renn á boltanum. Ég lendi ofan á ökklanum. Ég fann fyrst engan sársauka, ekki fyrr en ég settist upp og sá löppina. Hún sneri ekki rétt. Svo er þetta svolítil móða eftir það. Ég vakna á spítalanum og læknarnir segja við mig að ég verði frá í heilt ár," segir miðjumaðurinn efnilegi.

„Þetta var mjög 'scary'. Ég fann ekki sársauka út af adrenalíni. En þetta var samt svo sárt af því ég vissi þarna að ég myndi missa af EM með U19 landsliðinu. Ég var líka rosa spennt fyrir sumrinu því það var markmiðið hjá HK að fara upp þetta sumar. Þetta var afskaplega svekkjandi."

Atvikið sjálft var óhugnaleg en Henríetta segist hafa verið mjög heppin með stuðninginn sem hún fékk í kjölfarið.

„Leikmennirnir í kringum mig hlupu bara í sitthvora áttina. Það var einn liðsfélagi sem kom til mín og hinar gátu ekki horft á. Ég var mjög heppin með stuðninginn sem ég fékk og líka bara frá fólki sem ég þekkti ekki. Næstu tvo daga eftir að þetta gerðist þá fékk ég mikið af símtölum og símhringingum. Það hjálpaði mér að vilja koma fljótt og sterkt til baka, að finna þennan stuðning," segir hún.

Fór til Belgíu
Síðasta sumar spilaði U19 landsliðið á Evrópumótinu en Henríetta var hluti af liðinu sem komst á mótið. Hún fór til Belgíu að styðja við bakið á liðinu.

„Ég er mjög þakklát fyrir þær"

„Ég fór til Belgíu að horfa á mótið. Þegar maður sá stemninguna og umgjörðina var það leiðinlegt að missa af þessu. En á sama tíma var ég bara fókuseruð að koma sterkari til baka," segir Henríetta.

Stuttu eftir að Henríetta fótbrotnaði þá ákvað stór hluti liðsins að heimsækja hana.

„Allt 04 og 05 liðið var mjög samheldið og við vorum mjög góðar vinkonur allar. Ég er mjög þakklát fyrir þær. Ég vissi ekki að þær myndu koma í heimsókn. Allt í einu heyrði ég bara ótrúlega mikil læti frammi. Það var gott í hjartað að fá að sjá þær allar. Það var mjög gott að ná síðustu ferðinni með U19 landsliðinu um daginn."

Var komin út á völl fyrr en búist var við
Endurhæfingin gekk rosalega vel og var Henríetta komin út á völl fyrr en áætlað var.

„Annars hefði þetta verið tíu sinnum erfiðara fyrir mig"

„Ég var hjá sjúkraþjálfara 2-3 í viku. Fyrst gekk þetta hægt og ég var bara að reyna að ná aftur að labba. Svo fékk ég alltaf að bæta í, fór að skokka og svona. Þetta var skref fyrir skref þangað til ég mátti byrja að sparka í bolta í ágúst eða september. Það mætti segja að þetta hafi gengið eins og í sögu. Þetta gekk alveg rosalega vel. Það kom smá bakslag í nóvember þegar ég var nýfarin að mega skjóta aftur, en annars var þetta bara framar vonum og ég var komin fyrr út á völl en búist var við. Það var ótrúlega óraunverulegt að fá að snúa aftur en geggjuð tilfinning," segir Henríetta.

„Það er ekki bara erfitt líkamlega að vera í svona meiðslum - líka andlega - en ég var með mjög gott fólk í kringum mig til að ýta mér áfram. Það voru upp og niður kaflar. Það er ekki alltaf hægt að vera jákvæð og geggjað peppuð í gegnum þetta. Það voru margir dagar þar sem ég er bara ein inn í styrktarsal og það var erfitt að sjá svo stelpurnar á fótboltaæfingu. Ég mætti á hverja einustu æfingu til að halda mér í félagsskapnum og ákveðinni rútínu. Það gerði þetta miklu auðveldara, annars hefði þetta verið tíu sinnum erfiðara fyrir mig."

Ætlaði alltaf að spila í Bestu deildinni
HK rétt mistókst að komast upp úr Lengjudeildinni í fyrra, en liðið var ekki langt frá því.

„Það var ótrúlega erfitt að fara frá HK"

„Það var erfitt að horfa á síðasta tímabil utan frá og stundum langaði mér eiginlega ekki að horfa á leikina. En maður gerði það samt og ég reyndi að peppa liðsfélagana. Það var verst af öllu að liðið náði ekki að komast upp. Markmiðið mitt var alltaf að vera í Bestu deildinni í sumar."

„Það var ótrúlega erfitt að fara frá HK, erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Planið var alltaf að spila í Bestu, hvort sem það væri með HK eða einhverju öðru félagi. HK verður liðið mitt í Lengjudeildinni og ég mun mæta á alla leiki sem ég get mætt á. Ég held með þeim," segir Henríetta.

Fer sömu leið og fyrirmyndin
Henríetta valdi að ganga í raðir Stjörnunnar en hún var næstum því búin að skrifa undir hjá FH áður en Stjarnan kom til leiks.

„Glódís Perla hefur alltaf verið fyrirmyndin mín"

„Þetta var svolítið óvænt með Stjörnuna. Ég var að æfa með FH og kvöldið sem ég ætlaði að skrifa undir þar, þá hringir Kristján Guðmunds í mig. Þá var erfiðara að velja á milli. Að lokum hlustaði ég á hjartað og mér fannst það vera í Garðabænum. Stjarnan er virkilega flott félag með flotta umgjörð þar sem hugsað er vel um leikmennina. Svo hjálpar líka að besta vinkona mín sem ég kynntist í landsliðinu, Eyrún Embla, er í Stjörnunni. Það er geggjað að vera með henni í liði núna. Allar stelpurnar hafa líka tekið ótrúlega vel á móti mér og eru bara geggjaðar. Mér líst sjúklega vel á þetta. Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög góðir," segir Henríetta.

„Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun. Ég er mjög spennt að spila í Bestu deildinni í fyrsta sinn. Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári að ég yrði komin í Stjörnuna og væri að fara að spila í Bestu deildinni, þá væri það mjög óraunverulegt einhvern veginn. Það er mjög spennandi að taka næsta skref á ferlinum og ég er mjög ánægð með þetta tækifæri."

Hún er að fara sömu leið og sín helsta fyrirmynd, landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir. Glódís steig einnig sín fyrstu skref í HK og fór þaðan í Stjörnuna þar sem hún þróaði leik sinn enn frekar.

„Glódís Perla hefur alltaf verið fyrirmyndin mín. Hún ólst upp í HK og fer svo í Stjörnuna. Það mætti segja að ég sé að fara sömu leið. Hún hefur alltaf verið mín helsta fyrirmynd."

Ég ætla að reyna að bæta upp fyrir það núna
En hver eru markmiðin?

„Ég ætla að einbeita mér að fótboltasumrinu og sjá svo hvað gerist"

„Mig langar náttúrulega bara fyrst og fremst að koma mér 100 prósent aftur inn á völlinn. Ég vil standa mig vel. Síðasta tímabil átti svona svolítið að vera mitt tímabil og ég ætla að reyna að bæta upp fyrir það núna. Algjörlega."

„Atvinnumennskan hefur alltaf verið markmiðið, að fara til Evrópu í stórt félag. Ég er að klára núna stúdentinn í FG í næsta mánuði, en ég er ekkert búin að hugsa hvað ég ætla að gera að því loknu. Ég ætla að einbeita mér að fótboltasumrinu og sjá svo hvað gerist. Ég set fótboltann í fyrsta sæti og svo kemur hitt með," sagði Henríetta að lokum, en hver veit? Kannski mun hún einhvern daginn spila fyrir íslenska landsliðið og Bayern München, líkt landsliðsfyrirliðinn úr HK.
Athugasemdir
banner
banner