Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. nóvember 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roma og Pallotta gefa í styrktarsjóð Sean Cox
James Pallotta, eigandi Roma.
James Pallotta, eigandi Roma.
Mynd: REUTERS
Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik Liverpool og Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Líkamsárásin var alvarleg en Cox og óljóst er hversu mikilli getu hann mun ná aftur.

Settur var upp reikningur til stuðnings Cox, en hann er enn á spítala að jafna sig.

Rúmlega 400 þúsund evrur hafa safnast fyrir Cox en Roma á stóran þátt í því. Roma og bandarískur eigandi félagsins, Jim Pallotta, hafa ákveðið að gefa 150 þúsund evrur í söfnunina en eins og áður segir þá átti árásins sér stað fyrir leik Liverpool og Roma.

Virðingavert hjá Roma og eigandanum.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og Seamus Coleman, bakvörður Everton, hafa líka lagt söfnuninni lið.

Tveir ítalskir menn voru dæmdir í tveggja og hálfs árs og þriggja ára fangelsi í tengslum við árásina.

Smelltu hér til að fara á síðu söfnunarinnar.


Athugasemdir
banner
banner