Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 26. apríl 2024 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar?
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: EPA
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Kevin de Bruyne sé besti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

De Bruyne átti frábæran leik gegn Brighton í mikilvægum sigri Man City í gær.

City færist nær því að vinna sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð og er De Bruyne stór ástæða fyrir því hversu vel hefur gengið hjá liðinu þessi síðustu ár.

„Við höfum séð goðsagnir í þessari deild eins og Gerrard, Lampard og Yaya Toure. En hann er bestur," sagði Redknapp.

„Hann gerir hluti sem á ekki að vera hægt að gera. Frá annarri plánetu. Ég er alltaf yfir mig hrifinn þegar ég sé hann spila."

„Þú þarft góðar fyrirmyndir og það er frábært fyrir Phil Foden að sjá De Bruyne á hverjum degi."
Athugasemdir
banner
banner
banner